Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 06:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira