Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2019 15:40 Svo virðist sem landsmenn séu að komast á þá skoðun að þingmenn Miðflokksins, sem á undaförnum vikum og mánuðum hafa verið kenndir við Klaustur, hafi verið hafðir fyrir rangri sök. visir/vilhelm Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna kemur það á daginn að miðað við síðustu mælingu hefur fylgi Miðflokksins aukist um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða. Segjast nú níu prósent munu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú.Miðflokkurinn stelur fylgi frá Sósíalistum Svo virðist að Miðflokkurinn sé að ná vopnum sínum eftir dýfu sem fylgið tók og rekja má til Klausturmálsins svokallaða. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka nema að fylgi Sósalistaflokksins minnkar um rúmlega eitt prósent frá síðustu könnun, en nú segjast tæp fjögur prósent vilja kjósa flokkinn. Því er það svo, ef menn vilja lesa hreyfingar á fylgi í þetta, beint af augum, að svo virðist í fljótu bragði að Miðflokkurinn sé að stela fylgi frá Sósíalistum. Hvað skýrir þær vendingar liggur hins vegar ekki fyrir.Samkvæmt þessari mynd verður ekki betur séð en landsmenn séu tilltölulega ánægðir með stöðu mála.gallupSjálfstæðisflokkurinn er með fjórðung atkvæða samkvæmt þessari könnun, Samfylkingin nýtur 16 prósenta fylgis, Píratar og Vinstri grænir fá í könnuninni 12 prósent. Rúmlega tíu prósent myndu kjósa Viðreisn, níu prósent Framsóknarflokkinn og tæplega 4 prósent Flokk fólksins.Landsmenn ánægðir með ríkisstjórnina Þá kemur fram, í tilkynningu frá Gallup, að rúm 13 prósent myndu skila auðu eða kjósa ekki. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Einnig kemur fram að sitjandi ríkisstjórn nýtur meiri stuðnings en samanlagt fylgi þeirra flokka er sem að henni stendur eða 48 prósenta fylgis. Sem er talsvert meira fylgi en forverar hennar nutu þegar verst lét á þeim bæ. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar mældist með 30 prósenta stuðning þegar hún fór frá völdum og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á árunum 2013 til 2016 var með 37 prósenta fylgi. Af þessu má ráða í þeim samanburði að landsmenn séu tiltölulega ánægðir með ríkisstjórnina sem siglir þannig lygnan sjó.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira