Actavis segir upp 33 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:46 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði. Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna. Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna.
Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55
Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13