When in Iceland María Kristjánsdóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nýlega féll áhugaverður úrskurður Einkaleyfastofunnar í máli varðandi vörumerki. Hér á landi, sem og víða annars staðar, er hægt að skrá orðmerki sem vörumerki eða stílfærð merki sem innihalda þá ýmist stílfærð orð og mynd eða einungis mynd. Úrskurður stofnunarinnar endurspeglar meðal annars muninn á þessum tegundum vörumerkja. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2017 fékk félagið Win Iceland ehf. skráð vörumerkið, en eins og sjá má er um að ræða stílfærslu á orðasambandinu WHEN IN ICELAND þannig að það myndar útlínur Íslands. Merkið fékkst skráð fyrir þjónustuna ferðabókanir í flokki 39, en vörumerki eru ávallt skráð í ákveðna vöru- og/eða þjónustuflokka eftir því sem við á hverju sinni. Í janúar 2018 var skráningu vörumerkisins andmælt af fyrirtækinu When in Iceland ehf. Andmælandi hélt því fram að skráning vörumerkisins skapaði ruglingshættu við skráð firmaheiti andmælanda, þ.e. When in Iceland ehf. Til viðbótar taldi andmælandi sig hafa öðlast rétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND á grundvelli notkunar og því væri einnig um ruglingshættu þar að ræða. Rétt er að taka fram að vörumerkjaréttur getur stofnast bæði með skráningu og með notkun hér á landi. Í málinu deildu aðilar um það hvor hefði verið fyrstur til að nota orðasambandið WHEN IN ICELAND í atvinnustarfsemi sinni og lögðu báðir fram gögn til stuðnings fullyrðingum sínum. Eitt af grundvallarskilyrðum þess að unnt sé að skrá vörumerki er að merkið uppfylli skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, eða sé með öðrum orðum ekki lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem því er ætlað að auðkenna. Með hliðsjón af þessum skilyrðum komst Einkaleyfastofan að þeirri niðurstöðu að orðmerkið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem því var ætlað að vera notað fyrir í þessum tilvikum, þ.e. ferðaþjónustu og ýmislegt henni tengt. Þannig benti stofnunin meðal annars á að þýðing orðasambandsins á íslensku gæti verið „þegar á Íslandi“ og vísað til þess sem hægt væri að gera þegar landið væri sótt heim. Því hefði hvorugur aðili öðlast vörumerkjarétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND. Í gögnum málsins mátti sjá að andmælandi hafði að einhverju marki notað orðasambandið WHEN IN ICELAND í útfærslunni sem sést hér til hliðar. Einkaleyfastofan vísaði til þess að aðilar væru að nota sína útfærsluna hvor af orðasambandinu WHEN IN ICELAND og að um ólíkar útfærslur væri að ræða. Þar sem hvorugur aðila hafði sýnt fram á áunnið sérkenni eða betri rétt á grundvelli notkunar til orðanna í merkinu væri ekki þörf á að taka frekari afstöðu til ruglingshættu á milli þeirra merkja sem væru í notkun hjá aðilum. Með vísan til þess að Einkaleyfastofan hefði komist að þeirri niðurstöðu að orðasambandið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem um ræddi, vísaði stofnunin málatilbúnaði andmælanda vegna firmaheitisins einnig á bug. Vörumerkið er því í fullu gildi, þrátt fyrir andmælin. Af vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar má hins vegar sjá að When in Iceland ehf. hefur sótt um skráningu á vörumerkinu, og verður áhugavert að fylgjast með því hvort merkið verður samþykkt til skráningar. Grundvallarlærdómur úrskurðarins er að aðilar sem kjósa að nota í atvinnustarfsemi sinni orð eða orðasambönd sem ekki eru talin uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að auðkenni njóti verndar sem vörumerki, þ.e. skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, verða að þola það að öðrum aðilum í sambærilegri starfsemi er að fullu heimilt að nota sömu orð eða orðasambönd í hvaða útfærslu sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýlega féll áhugaverður úrskurður Einkaleyfastofunnar í máli varðandi vörumerki. Hér á landi, sem og víða annars staðar, er hægt að skrá orðmerki sem vörumerki eða stílfærð merki sem innihalda þá ýmist stílfærð orð og mynd eða einungis mynd. Úrskurður stofnunarinnar endurspeglar meðal annars muninn á þessum tegundum vörumerkja. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2017 fékk félagið Win Iceland ehf. skráð vörumerkið, en eins og sjá má er um að ræða stílfærslu á orðasambandinu WHEN IN ICELAND þannig að það myndar útlínur Íslands. Merkið fékkst skráð fyrir þjónustuna ferðabókanir í flokki 39, en vörumerki eru ávallt skráð í ákveðna vöru- og/eða þjónustuflokka eftir því sem við á hverju sinni. Í janúar 2018 var skráningu vörumerkisins andmælt af fyrirtækinu When in Iceland ehf. Andmælandi hélt því fram að skráning vörumerkisins skapaði ruglingshættu við skráð firmaheiti andmælanda, þ.e. When in Iceland ehf. Til viðbótar taldi andmælandi sig hafa öðlast rétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND á grundvelli notkunar og því væri einnig um ruglingshættu þar að ræða. Rétt er að taka fram að vörumerkjaréttur getur stofnast bæði með skráningu og með notkun hér á landi. Í málinu deildu aðilar um það hvor hefði verið fyrstur til að nota orðasambandið WHEN IN ICELAND í atvinnustarfsemi sinni og lögðu báðir fram gögn til stuðnings fullyrðingum sínum. Eitt af grundvallarskilyrðum þess að unnt sé að skrá vörumerki er að merkið uppfylli skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, eða sé með öðrum orðum ekki lýsandi fyrir þá vöru eða þjónustu sem því er ætlað að auðkenna. Með hliðsjón af þessum skilyrðum komst Einkaleyfastofan að þeirri niðurstöðu að orðmerkið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem því var ætlað að vera notað fyrir í þessum tilvikum, þ.e. ferðaþjónustu og ýmislegt henni tengt. Þannig benti stofnunin meðal annars á að þýðing orðasambandsins á íslensku gæti verið „þegar á Íslandi“ og vísað til þess sem hægt væri að gera þegar landið væri sótt heim. Því hefði hvorugur aðili öðlast vörumerkjarétt til orðmerkisins WHEN IN ICELAND. Í gögnum málsins mátti sjá að andmælandi hafði að einhverju marki notað orðasambandið WHEN IN ICELAND í útfærslunni sem sést hér til hliðar. Einkaleyfastofan vísaði til þess að aðilar væru að nota sína útfærsluna hvor af orðasambandinu WHEN IN ICELAND og að um ólíkar útfærslur væri að ræða. Þar sem hvorugur aðila hafði sýnt fram á áunnið sérkenni eða betri rétt á grundvelli notkunar til orðanna í merkinu væri ekki þörf á að taka frekari afstöðu til ruglingshættu á milli þeirra merkja sem væru í notkun hjá aðilum. Með vísan til þess að Einkaleyfastofan hefði komist að þeirri niðurstöðu að orðasambandið WHEN IN ICELAND skorti sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir þá þjónustu sem um ræddi, vísaði stofnunin málatilbúnaði andmælanda vegna firmaheitisins einnig á bug. Vörumerkið er því í fullu gildi, þrátt fyrir andmælin. Af vörumerkjaskrá Einkaleyfastofunnar má hins vegar sjá að When in Iceland ehf. hefur sótt um skráningu á vörumerkinu, og verður áhugavert að fylgjast með því hvort merkið verður samþykkt til skráningar. Grundvallarlærdómur úrskurðarins er að aðilar sem kjósa að nota í atvinnustarfsemi sinni orð eða orðasambönd sem ekki eru talin uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að auðkenni njóti verndar sem vörumerki, þ.e. skilyrði um sérkenni og aðgreiningarhæfi, verða að þola það að öðrum aðilum í sambærilegri starfsemi er að fullu heimilt að nota sömu orð eða orðasambönd í hvaða útfærslu sem er.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun