Innlent

Spyr ráðherra um farbann og gæsluvarðhald

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra á Alþingi í gær um fjölda uppkveðinna gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurða á síðustu fimm árum. Í fyrirspurninni er óskað eftir sundurliðun eftir dómstólum, flokkum brota sem rannsókn beindist að, þjóðerni þeirra sem úrskurður beindist gegn og lagaákvæði sem hann var reistur á.

Fréttablaðið greindi frá því nýverið að bæði gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurðum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir blaðsins til lögregluembætta, héraðsdómstóla og dómstólasýslunnar fengust ekki svör um um sundurliðun þá sem óskað er eftir í fyrirspurn þingmannsins.

Ráðherra hefur tvær vikur til að svara fyrirspurninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×