Sóltún öldrunarþjónusta tekur við rekstri Sólvangs Helgi Vífill Júlíusson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Vonir standa til að nýtt húsnæði á Sólvangi verði tilbúið í júní. Sóltún öldrunarþjónusta hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári. Fyrirtækið er í eigu Íslenskrar fjárfestingar sem aftur er í eigu Arnar Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. „Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð,“ segir Halla Thoroddsen, nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, í tilkynningu. Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verktakanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní. Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við. Áætlað er að fara í endurbætur á eldra húsnæðinu sem byggt var 1953 og eftir endurbætur verða þar 30 rými. Einnig mun Sóltún öldrunarþjónusta sjá um rekstur 14 rýma í dagdvöl á Sólvangi. Sóltún öldrunarþjónusta rekur einnig Sóltún Heima sem býður upp á heimaþjónustu, heimahjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27 Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Sóltún öldrunarþjónusta hefur tekið við rekstri hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands á síðasta ári. Fyrirtækið er í eigu Íslenskrar fjárfestingar sem aftur er í eigu Arnar Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. „Hugmyndafræði Sóltúns hefur umhyggju fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð,“ segir Halla Thoroddsen, nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, í tilkynningu. Nýtt húsnæði á Sólvangi átti að afhendast í ársbyrjun en seinkun hefur orðið á afhendingu frá verktakanum. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið í júní. Þá munu 59 íbúar Sólvangs flytjast yfir og eitt rými í viðbót bætist við. Áætlað er að fara í endurbætur á eldra húsnæðinu sem byggt var 1953 og eftir endurbætur verða þar 30 rými. Einnig mun Sóltún öldrunarþjónusta sjá um rekstur 14 rýma í dagdvöl á Sólvangi. Sóltún öldrunarþjónusta rekur einnig Sóltún Heima sem býður upp á heimaþjónustu, heimahjúkrun og heilsueflingu fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að efla og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. „Með Sólvangi getur félagið boðið upp á samfellu í þjónustu við aldraða á höfuðborgarsvæðinu og létt undir með fjölskyldum á heimili þeirra á meðan beðið er eftir hjúkrunarrými,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27 Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Kristján skipaður forstjóri Sólvangs Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára. 1. febrúar 2017 17:27
Framkvæmdasjóður aldraðra: Hæstu framlögin til Sólvangs og uppbyggingar við Sléttuveg Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdajóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu. 30. janúar 2019 11:37