Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:19 Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels