Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 19:00 Ræða Stoltenberg mældist vel fyrir í þinginu. EPA/JIM LO SCALZO Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“ Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“
Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15