Aldrei gefast upp Bubbi Morthens skrifar 4. apríl 2019 07:00 Mótlæti er til að sigrast á. Þó manni mistakist þá er það í góðu lagi. Það skiptir miklu meira máli hvernig maður stendur upp. Ég hef gert mörg mistök. En þegar ég lít til baka þá hafa öll þessi mistök gert mig sterkari og kennt mér það eitt að hræðast ekki. Því þegar upp er staðið verða þau að sigrum og stækka mann. Tolli bróðir minn segir alltaf: mistök eru í raun ekki til og það er nokkuð til í því. Sem listamaður hef ég gert það sem mig langar til hverju sinni og reynt að vinna með nýju fólki allan minn feril til að viðhalda ferskleika. Ég hef samið allt í allt um 8oo lög og ég tel ekkert þeirra vera mistök. Ég hef skrifað barnabækur, smásögur og bækur um veiði, ort ljóð og gefið út ljóðabækur. Í æsku lenti ég í gapastokki íslenskunnar eins og svo mörg börn á þeim tíma og jafnvel enn í dag. Skólakerfið hafði engan áhuga á skapandi hugsun né taldi það börnum til tekna að hafa frjóan huga heldur var okkur sem vorum á þeim akri refsað fyrir að vera forvitin og „erfið“. Mér var sagt af kennara að ég myndi aldrei verða neitt nema þá helst öskukarl, það var starf sem flestir litu á sem mestu niðurlægingu sem hægt væri að lenda í. Án gríns. Ég var greindur skriftblindur í Danmörku 1971. Þar var sagt við mig: Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur. Þarna hófst upprisa mín. Mér fannst ég vera kominn til paradísar. Ég átti alltaf mjög erfitt í skóla hér heima. Skólinn var mér hreinasta helvíti, því þar sem ég var skriftblindur og talnablindur féll ég ekki inní normið. Ég fékk sannarlega að heyra að ég væri lúser, en svo skrítið sem það hljómar þá vissi ég inní mér að mér tækist það sem ég ætlaði mér – sem var að verða tónlistarmaður sem semdi sín eigin lög og texta. Og ég lét engan segja mér að ég gæti það ekki. Ég fylgdi og hef alltaf fylgt þessari rödd sem býr innra mér. Víst var leiðin grýtt og oft erfið, sérstaklega voru æskuárin og unglingsárin mér erfið. En ég hafði markmið og ætlaði mér að ná því. Í bráðum 40 ár hef ég lifað á því að semja mína eigin tónlist og texta og á undanförnum árum hef ég samið ljóð og gefið út ljóðabækur. Ég hef hinsvegar notið hjálpar fóstru minnar, Silju Aðalsteinsdóttur, þegar ég hef sent inn handrit að bókum mínum og eins með þennan pistil. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að það virðist vera að sumir séu farnir að átta sig á því að tungumálið sé lifandi og ungt fólk megi nota það á sínum eigin forsendum. Það er hellingur að gerast í þróun málsins. Orðið þágufallssýki er þrútið af hroka enda hafa menn gegnum tíðina notað tungumálið nánast sem valdatæki þeirra sem töluðu rétt mál og skrifuðu rétt og beitt því gegn þeim sem notuðu það ekki rétt eða gátu ekki skrifað rétt. Þeir voru settir á lúserabásinn og urðu niðursetningar íslenskrar tungu. Því miður þá eru æði margir á þeirri skoðun að íslenskan sé eitthvað allt annað en tjáningartæki. Málfarslögreglan er kannski ekki á hverju horni að fylgjast með þér en hún er samt þarna á netinu, á fésinu, tilbúin að hýða þig með málfarshnútasvipunni. Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragðtegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur. Ást og friður.Höfundur er skáld og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Mótlæti er til að sigrast á. Þó manni mistakist þá er það í góðu lagi. Það skiptir miklu meira máli hvernig maður stendur upp. Ég hef gert mörg mistök. En þegar ég lít til baka þá hafa öll þessi mistök gert mig sterkari og kennt mér það eitt að hræðast ekki. Því þegar upp er staðið verða þau að sigrum og stækka mann. Tolli bróðir minn segir alltaf: mistök eru í raun ekki til og það er nokkuð til í því. Sem listamaður hef ég gert það sem mig langar til hverju sinni og reynt að vinna með nýju fólki allan minn feril til að viðhalda ferskleika. Ég hef samið allt í allt um 8oo lög og ég tel ekkert þeirra vera mistök. Ég hef skrifað barnabækur, smásögur og bækur um veiði, ort ljóð og gefið út ljóðabækur. Í æsku lenti ég í gapastokki íslenskunnar eins og svo mörg börn á þeim tíma og jafnvel enn í dag. Skólakerfið hafði engan áhuga á skapandi hugsun né taldi það börnum til tekna að hafa frjóan huga heldur var okkur sem vorum á þeim akri refsað fyrir að vera forvitin og „erfið“. Mér var sagt af kennara að ég myndi aldrei verða neitt nema þá helst öskukarl, það var starf sem flestir litu á sem mestu niðurlægingu sem hægt væri að lenda í. Án gríns. Ég var greindur skriftblindur í Danmörku 1971. Þar var sagt við mig: Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur. Þarna hófst upprisa mín. Mér fannst ég vera kominn til paradísar. Ég átti alltaf mjög erfitt í skóla hér heima. Skólinn var mér hreinasta helvíti, því þar sem ég var skriftblindur og talnablindur féll ég ekki inní normið. Ég fékk sannarlega að heyra að ég væri lúser, en svo skrítið sem það hljómar þá vissi ég inní mér að mér tækist það sem ég ætlaði mér – sem var að verða tónlistarmaður sem semdi sín eigin lög og texta. Og ég lét engan segja mér að ég gæti það ekki. Ég fylgdi og hef alltaf fylgt þessari rödd sem býr innra mér. Víst var leiðin grýtt og oft erfið, sérstaklega voru æskuárin og unglingsárin mér erfið. En ég hafði markmið og ætlaði mér að ná því. Í bráðum 40 ár hef ég lifað á því að semja mína eigin tónlist og texta og á undanförnum árum hef ég samið ljóð og gefið út ljóðabækur. Ég hef hinsvegar notið hjálpar fóstru minnar, Silju Aðalsteinsdóttur, þegar ég hef sent inn handrit að bókum mínum og eins með þennan pistil. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að það virðist vera að sumir séu farnir að átta sig á því að tungumálið sé lifandi og ungt fólk megi nota það á sínum eigin forsendum. Það er hellingur að gerast í þróun málsins. Orðið þágufallssýki er þrútið af hroka enda hafa menn gegnum tíðina notað tungumálið nánast sem valdatæki þeirra sem töluðu rétt mál og skrifuðu rétt og beitt því gegn þeim sem notuðu það ekki rétt eða gátu ekki skrifað rétt. Þeir voru settir á lúserabásinn og urðu niðursetningar íslenskrar tungu. Því miður þá eru æði margir á þeirri skoðun að íslenskan sé eitthvað allt annað en tjáningartæki. Málfarslögreglan er kannski ekki á hverju horni að fylgjast með þér en hún er samt þarna á netinu, á fésinu, tilbúin að hýða þig með málfarshnútasvipunni. Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragðtegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur. Ást og friður.Höfundur er skáld og tónlistarmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun