Aldrei gefast upp Bubbi Morthens skrifar 4. apríl 2019 07:00 Mótlæti er til að sigrast á. Þó manni mistakist þá er það í góðu lagi. Það skiptir miklu meira máli hvernig maður stendur upp. Ég hef gert mörg mistök. En þegar ég lít til baka þá hafa öll þessi mistök gert mig sterkari og kennt mér það eitt að hræðast ekki. Því þegar upp er staðið verða þau að sigrum og stækka mann. Tolli bróðir minn segir alltaf: mistök eru í raun ekki til og það er nokkuð til í því. Sem listamaður hef ég gert það sem mig langar til hverju sinni og reynt að vinna með nýju fólki allan minn feril til að viðhalda ferskleika. Ég hef samið allt í allt um 8oo lög og ég tel ekkert þeirra vera mistök. Ég hef skrifað barnabækur, smásögur og bækur um veiði, ort ljóð og gefið út ljóðabækur. Í æsku lenti ég í gapastokki íslenskunnar eins og svo mörg börn á þeim tíma og jafnvel enn í dag. Skólakerfið hafði engan áhuga á skapandi hugsun né taldi það börnum til tekna að hafa frjóan huga heldur var okkur sem vorum á þeim akri refsað fyrir að vera forvitin og „erfið“. Mér var sagt af kennara að ég myndi aldrei verða neitt nema þá helst öskukarl, það var starf sem flestir litu á sem mestu niðurlægingu sem hægt væri að lenda í. Án gríns. Ég var greindur skriftblindur í Danmörku 1971. Þar var sagt við mig: Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur. Þarna hófst upprisa mín. Mér fannst ég vera kominn til paradísar. Ég átti alltaf mjög erfitt í skóla hér heima. Skólinn var mér hreinasta helvíti, því þar sem ég var skriftblindur og talnablindur féll ég ekki inní normið. Ég fékk sannarlega að heyra að ég væri lúser, en svo skrítið sem það hljómar þá vissi ég inní mér að mér tækist það sem ég ætlaði mér – sem var að verða tónlistarmaður sem semdi sín eigin lög og texta. Og ég lét engan segja mér að ég gæti það ekki. Ég fylgdi og hef alltaf fylgt þessari rödd sem býr innra mér. Víst var leiðin grýtt og oft erfið, sérstaklega voru æskuárin og unglingsárin mér erfið. En ég hafði markmið og ætlaði mér að ná því. Í bráðum 40 ár hef ég lifað á því að semja mína eigin tónlist og texta og á undanförnum árum hef ég samið ljóð og gefið út ljóðabækur. Ég hef hinsvegar notið hjálpar fóstru minnar, Silju Aðalsteinsdóttur, þegar ég hef sent inn handrit að bókum mínum og eins með þennan pistil. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að það virðist vera að sumir séu farnir að átta sig á því að tungumálið sé lifandi og ungt fólk megi nota það á sínum eigin forsendum. Það er hellingur að gerast í þróun málsins. Orðið þágufallssýki er þrútið af hroka enda hafa menn gegnum tíðina notað tungumálið nánast sem valdatæki þeirra sem töluðu rétt mál og skrifuðu rétt og beitt því gegn þeim sem notuðu það ekki rétt eða gátu ekki skrifað rétt. Þeir voru settir á lúserabásinn og urðu niðursetningar íslenskrar tungu. Því miður þá eru æði margir á þeirri skoðun að íslenskan sé eitthvað allt annað en tjáningartæki. Málfarslögreglan er kannski ekki á hverju horni að fylgjast með þér en hún er samt þarna á netinu, á fésinu, tilbúin að hýða þig með málfarshnútasvipunni. Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragðtegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur. Ást og friður.Höfundur er skáld og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Mótlæti er til að sigrast á. Þó manni mistakist þá er það í góðu lagi. Það skiptir miklu meira máli hvernig maður stendur upp. Ég hef gert mörg mistök. En þegar ég lít til baka þá hafa öll þessi mistök gert mig sterkari og kennt mér það eitt að hræðast ekki. Því þegar upp er staðið verða þau að sigrum og stækka mann. Tolli bróðir minn segir alltaf: mistök eru í raun ekki til og það er nokkuð til í því. Sem listamaður hef ég gert það sem mig langar til hverju sinni og reynt að vinna með nýju fólki allan minn feril til að viðhalda ferskleika. Ég hef samið allt í allt um 8oo lög og ég tel ekkert þeirra vera mistök. Ég hef skrifað barnabækur, smásögur og bækur um veiði, ort ljóð og gefið út ljóðabækur. Í æsku lenti ég í gapastokki íslenskunnar eins og svo mörg börn á þeim tíma og jafnvel enn í dag. Skólakerfið hafði engan áhuga á skapandi hugsun né taldi það börnum til tekna að hafa frjóan huga heldur var okkur sem vorum á þeim akri refsað fyrir að vera forvitin og „erfið“. Mér var sagt af kennara að ég myndi aldrei verða neitt nema þá helst öskukarl, það var starf sem flestir litu á sem mestu niðurlægingu sem hægt væri að lenda í. Án gríns. Ég var greindur skriftblindur í Danmörku 1971. Þar var sagt við mig: Við höfum tekið eftir því að þú ert alltaf með gítarinn með þér. Í vor tekurðu próf eins og allir aðrir en þitt próf felst í því að halda tónleika fyrir nemendur. Þarna hófst upprisa mín. Mér fannst ég vera kominn til paradísar. Ég átti alltaf mjög erfitt í skóla hér heima. Skólinn var mér hreinasta helvíti, því þar sem ég var skriftblindur og talnablindur féll ég ekki inní normið. Ég fékk sannarlega að heyra að ég væri lúser, en svo skrítið sem það hljómar þá vissi ég inní mér að mér tækist það sem ég ætlaði mér – sem var að verða tónlistarmaður sem semdi sín eigin lög og texta. Og ég lét engan segja mér að ég gæti það ekki. Ég fylgdi og hef alltaf fylgt þessari rödd sem býr innra mér. Víst var leiðin grýtt og oft erfið, sérstaklega voru æskuárin og unglingsárin mér erfið. En ég hafði markmið og ætlaði mér að ná því. Í bráðum 40 ár hef ég lifað á því að semja mína eigin tónlist og texta og á undanförnum árum hef ég samið ljóð og gefið út ljóðabækur. Ég hef hinsvegar notið hjálpar fóstru minnar, Silju Aðalsteinsdóttur, þegar ég hef sent inn handrit að bókum mínum og eins með þennan pistil. Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að það virðist vera að sumir séu farnir að átta sig á því að tungumálið sé lifandi og ungt fólk megi nota það á sínum eigin forsendum. Það er hellingur að gerast í þróun málsins. Orðið þágufallssýki er þrútið af hroka enda hafa menn gegnum tíðina notað tungumálið nánast sem valdatæki þeirra sem töluðu rétt mál og skrifuðu rétt og beitt því gegn þeim sem notuðu það ekki rétt eða gátu ekki skrifað rétt. Þeir voru settir á lúserabásinn og urðu niðursetningar íslenskrar tungu. Því miður þá eru æði margir á þeirri skoðun að íslenskan sé eitthvað allt annað en tjáningartæki. Málfarslögreglan er kannski ekki á hverju horni að fylgjast með þér en hún er samt þarna á netinu, á fésinu, tilbúin að hýða þig með málfarshnútasvipunni. Ungt fólk í tónlistarbransanum hefur sagt við mig í gegnum árin að það vilji frekar nota ensku en íslensku því það vilji ekki láta niðurlægja sig fyrir að nota ekki málið rétt. Þetta er svo sorglegt því íslenskan þolir allskonar bragðtegundir. Hvernig eiga stelpa eða strákur sem ætla að syngja á sínu máli að taka því þegar það er sagt við þau: þú getur ekki skrifað dægurlagatexta eða rappað nema stuðlar og höfuðstafir séu yfir og allt um kring? Ég hvet alla, hvort sem þeir eru skriftblindir eða hafa ekki hlotið menntun og telja sig ekki geta skrifað, til að gefa dauðann og djöfulinn í það. Skrifið eins og enginn sé morgundagurinn. Skrifið á vegginn ykkar á fésinu, á tvitter eða instagram, stígið útúr kassanum, þorið, elskið málið ykkar, skriftina ykkar. Það eina sem skiptir máli er að fólk skilji ykkur. Ást og friður.Höfundur er skáld og tónlistarmaður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun