Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:07 Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Vísir/vilhelm Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar var á meðal þeirra áfanga sem verkalýðsfélögin knúðu fram í kjarasamningunum sem undirritaðir voru í gærkvöldi. Starfsfólk útfærir hugmyndina með atkvæðagreiðslu inn á hverjum vinnustað fyrir sig. Heimild til styttingar vinnuvikunnar hefur þegar tekið gildi að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þrátt fyrir að tiltekin útfærsla á styttingu vinnuvikunnar verði ofan á í atkvæðagreiðslu, til dæmis að ljúka störfum fyrir hádegi á föstudegi, getur starfsfólk samið um annað fyrirkomulag við sinn vinnuveitanda sem hentar best hverju sinni.Það er strax búið að kjósa á mínum vinnustað. Það verða þriggja daga helgar tvisvar í mánuði :D https://t.co/WRbuc6jqOf#lifskjarasamningurinn — Andres Jonsson (@andresjons) April 4, 2019 „Það er í rauninni allt opið hvernig útfærslan verður,“ segir Drífa sem fagnar þessum áfanga. Val um styttingu vinnuvikunnar sé næsta skref í framþróun vinnumarkaðarins. „Við höfum keyrt okkur áfram allt of hart og höfum gert um langa hríð. Það hafa skapast forsendur til þess, með aukinni framleiðni og aukinni velsæld, að taka næsta skref í átt að framþróun vinnumarkaðarins,“ segir Drífa.En hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að fylgja þessu baráttumáli eftir? Verður það ekkert erfitt?„Þetta verður náttúrulega áskorun en þetta rímar mjög við áherslur okkar um aukið vinnustaðalýðræði; að fólk hafi meira um það að segja um það á vinnustöðum hvernig vinnu þeirra er háttað,“ segir Drífa. Nú reyni á trúnaðarmannakerfið og gott samband. „Þetta krefst þess að það sé gott trúnaðarmannakerfi og að það sé góð tenging á milli vinnustaðanna og verkalýðshreyfingarinnar, stéttarfélagsins,“ segir Drífa. Þetta sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. Aðspurð hvenær val um styttingu vinnuvikunnar taki gildi svarar Drífa því til að hún hafi nú þegar tekið gildi. Það haldi gildi sínu nema kjarasamningunum verði hafnað í atkvæðagreiðslu félagsmanna.Starfsfólk getur valið um fjölmargar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar.Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, kynnti margvíslegar útfærslur á styttingu vinnuvikunnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi. Þannig gætu vinnustaðir greitt atkvæði um valkosti á borð við að hætta fyrr á hverjum einasta degi, hætta fyrir hádegi á föstudegi, fá tvo auka frídaga á mánuði og þá verður einnig hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist ef það hentar starfsfólki best.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að heimildin í nýjum kjarasamningi sé sambærileg eldri heimildum og því aðeins um lítilsháttarbreytingu að ræða.Vísir/vilhelmSegir heimildina lítilsháttar breytingu Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í fréttatilkynningu að hinn svokallaði „Lífskjarasamningur“ feli ekki í sér neina tryggingu fyrir styttingu vinnutímans hjá almennu verkafólki. Samningurinn feli eingöngu í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði einnig afnumdir að hluta eða í heild. Heimildin sé sambærileg eldri heimildum til afmarkaðra vinnutímabreytinga sem þegar voru til staðar í 5. kafla kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins. Viðar segir að heimildir til styttingar vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningi séu aðeins „lítilsháttar breytingar á skilyrtum heimildum“ sem þegar hafi verið í kjarasamningi og muni ekki hafa áhrif nema á einstaka vinnustöðum.Mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, rifjar það upp á Facebooksíðu sinni þegar Drífa stakk upp á því við hana að leggja til styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg. Sóley stýrði tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar þar til Magnús Már Guðmundsson tók við. Hún segir að hér sé um að ræða mikilvægt framfaraskref fyrir samfélagið. „Í dag, 5 árum seinna, er Drífa forseti ASÍ, Maggi framkvæmdastjóri BSRB, þúsundir hafa þgear stytt vinnuvikuna í Reykjavík og 36 tíma vinnuvika er komin í kjarasamninga,“ skrifar Sóley sem kveðst vera stolt af því að hafa lagt hönd á plóg. „Svo er þetta líka bara falleg saga sem minnir mig á að það er sannarlega hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28