Karlar og hundar velkomnir í kvenfataverslun Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 14:00 Silla Berg og Júlía Helgadóttir skemmta sér við að máta flíkur og greina tískustrauma og -stefnur þegar tími gefst til. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira
Júlía Helgadóttir og Silla Berg í Kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar fagna því í kvöld að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum. Karlmenn og hundar eru samt velkomnir í gleðskapinn. „Við erum búin að vera með Circolo í herrafataversluninni og það hefur gengið alveg of boðslega vel þar þannig að við ákváðum að taka þetta inn fyrir dömurnar líka og erum nýbyrjaðar að selja úr fyrstu sendingunni og ég hef á tilfinningunni að þetta muni slá í gegn,“ segir Júlía Helgadóttir verslunarstjóri. Tweed með tilheyrandi keim af breskum áhrifum hefur löngum verið áberandi í herrafötunum hjá Kormáki og Skildi en konum virðist einnig líka ágætlega við slíkt. „Tweed og buxnadragtir eru að koma sterkt inn enda er náttúrlega öld hinnar sterku konu runnin upp,“ segir Júlía. „Og við viljum bara vera svolítið smart, klassískar jafnvel, í leik og starfi og í öllum veðrum. Circolofötin eru ítölsk og eitt það besta við þau er hversu þægileg þau eru. Manni líður bara eins og maður sé í jogging-galla. Síðan má þvo þetta allt í þvottavél, líka jakkana sem sparar manni örugglega tuttugu og eitthvað þúsund á ári í hreinsunarkostnað.“ Júlía tók við búðinni á Skólavörðustíg í sumar og segist una hag sínum vel í sínu náttúrlega umhverfi en hún er lærði klæðskurð og listfræði og „hef gríðarlega mikinn áhuga á fötum og hef alltaf haft, alveg síðan í barnæsku. Bæði nútímatísku og tísku liðinna tíma, búningum, undirfötum, kjólum og yfirhöfnum, þannig að þar er alltaf gaman í vinnunni.“ „Við ætlum að vera með smá páskastuð á Skólavörðustígnum í kvöld en erum samt í raun að fagna því að hafa rofið einokun karlanna á Circolo-fötum sem var löngu tímabært. Við verðum með Omnom-páskasúkkulaðismakk og Baileys sem konum finnst svo gott með súkkulaði en karlarnir mega alveg koma líka. Það eru sæti þarna fyrir þá og ferfætlingar eru líka velkomnir. Við höfum aldrei neitað hundum um inngöngu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira