Fyrsti leikur deildarinnar verður föstudaginn 26. apríl þegar Íslandsmeistarar Vals fá Víking í heimsókn en umferðin klárast svo á laugardeginum með fimm leikjum.
Veðurfarið hefur víðast hvar ekki verið hagstætt og þá sér í lagi ekki fyrir þau lið sem enn spila á grasi en yfir helmingur leikja deildarinnar í ár fer fram á gervigrasi.
Aðalsteinn Tryggvason, KA-maður, birti athyglisverða mynd á Twitter-síðu sinni í kvöld af Greifavellinum en KA á að spila á þessum velli í annarri umferð er Íslandsmeistararnir koma í heimsókn.
Á myndbandinu að dæma eru ekki miklar líkur á því að spilað verði þarna eftir mánuð. Verði spilað á vellinum eru þá miklar líkur að hann verði ekki góður enda voru menn að moka af honum snjó í dag.
Sjón er sögu ríkari en myndina má sjá hér að neðan.
23 dagar í pepsí og Greifavöllur klár #Fotboltinet. #LifiFyrirKApic.twitter.com/zeMWTHz6hD
— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) April 4, 2019