Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. apríl 2019 06:30 Útvarpsstjóri hefur mikla reynslu af leikhússtjórn. Fréttablaðið/Stefán Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15
Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45
Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15