Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. apríl 2019 06:30 Útvarpsstjóri hefur mikla reynslu af leikhússtjórn. Fréttablaðið/Stefán Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er á vörum allra sem Fréttablaðið hefur rætt við um stöðu þjóðleikhússtjóra, sem auglýst verður á næstunni. Skipunartími þjóðleikhússtjóra rennur sitt skeið um áramót og samkvæmt leiklistarlögum er skylt að auglýsa stöðuna í lok hvers skipunartímabils. Engar hömlur eru þó settar í lögum um framlengingu á skipun í stöðuna og hafa þjóðleikhússtjórar oft gegnt stöðunni í áratug og jafnvel lengur. „Mér finnst ganga vel og það er auðvitað hvatning fyrir mann að halda áfram,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Það var meiri aðsókn í Þjóðleikhúsið á síðasta ári heldur en í meira en fjörutíu ár þar á undan og fyrstu þrír mánuðir þessa árs eru með meiri aðsókn en á metárinu í fyrra,“ bætir Ari við og gerir ráð fyrir að sækjast eftir því að halda áfram í leikhúsinu. Hann segir leikhúsið hafa verið rekið með hagnaði frá því hann tók við stöðunni og stemninguna góða hjá starfsfólkinu. Hann vísar í könnun sem gerð var meðal helstu sviðslistastofnana landsins í mars í fyrra. „Þar kom Þjóðleikhúsið mjög vel út og eiginlega best hvað varðar traust á yfirstjórn og starfsánægju.“ Þeir sem Fréttablaðið ræddi við og hafa haldið nafni Magnúsar Geirs á lofti segja mikinn áhuga á honum meðal alls leikhúsfólks enda hafi hann stýrt Borgarleikhúsinu af miklum glæsibrag. Magnús gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá 2004 til 2008 þegar hann var ráðinn til Borgarleikhússins sem hann stýrði þar til hann var ráðinn útvarpsstjóri árið 2014.Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir„Ég er í öðru krefjandi starfi núna,“ segir Magnús Geir, aðspurður um áhuga á að snúa aftur í leikhúsið. Magnús er á sínu sjötta ári í stöðu útvarpsstjóra en hann var endurráðinn um síðustu áramót. „Það eru engin áform um breytingar á því enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan,“ segir hann. Mjög sterk hefð er fyrir endurnýjun skipunar sitjandi leikhússtjóra, sækist hann á annað borð eftir að gegna henni áfram. Þetta er gagnrýnt meðal leiklistarfólks sem Fréttablaðið ræddi við, án þess þó að sú gagnrýni beinist að sitjandi leikhússtjóra, heldur rifjað upp að Stefán Baldursson hafi gegnt stöðunni í fimmtán ár en svo langur tími samsvari í raun lunganum úr heilli starfsævi leikara. Fyrir leikara sem ekki er í náðinni hjá leikhússtjóra stærsta leikhúss landsins geti það haft afdrifarík áhrif á allan hans feril ef viðkomandi leikhússtjóri er þrásætinn í starfi. „Ráðherrar koma og fara. Af hverju ekki leikhússtjórar?“ varð einum viðmælanda blaðsins að orði. Einnig hefur verið nefnt að gagnlegt kynni að vera að fá vanan leikhússtjóra utan úr heimi, sem hrist geti upp í íslensku leiklistarlífi. Einhvern sem stendur fyrir utan allar klíkur og kunningjahópa og flytti með sér ferska strauma að utan.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45 Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15
Týnd í skógi Shakespeares Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu. 1. mars 2019 11:45
Þjóðleikhúsið sér sóknarfæri fyrir Super 1 Markaðsdeild Þjóðleikhússins segir það hreina tilviljun að leikrit um stórmarkaðinn Súper komi á fjalirnar á svipuðum tíma og verslunin Super 1 er opnuð. 20. mars 2019 06:15
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent