Býr Guð í gagnaverinu? Þórlindur Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Í gamla daga, löngu áður en nokkur lesandi Fréttablaðsins fæddist, var fólk byrjað að hafa áhyggjur af því að ofgnótt upplýsinga gæti leitt til þess að fólk missti smám saman vitið. Hvínandi hamagangur á síðum dagblaðanna, þar sem öllu ægði saman, gat ekki annað en grafið undan hugarró og sálarfriði. Auglýsingar um alls konar óþurftardrasl gátu komið róti á hugann, vakið upp fjarstæðukenndar langanir og óuppfylltar þrár sem leitt gætu til ásælni, öfundar og depurðar. Fréttir af atburðum sem koma manns eigin lífi ekkert við voru birtar í blöðum til að halda fólki límdu við blaðsíðurnar. Þetta gat fyllt fólk kvíða og þunglyndi yfir örlögum allsendis óskylds fólks. Í staðinn fyrir að hugsa um sína eigin vinnu og skyldur gat fólk tapað sér af áhyggjum yfir atburðum víðsfjarri heimahögunum. Mannskepnan er auðvitað ekki hönnuð til þess að verða fyrir öllu því áreiti sem að nútímamanninum beinist. Þótt það hafi nú þegar alist upp nokkrar kynslóðir manna sem haft hafa aðgang að einhvers konar fjölmiðlum þá hefur langstærstur hluti þróunarsögu mannsins miðast við að meðhöndla lítið magn mikilvægra upplýsinga frekar en óþrjótandi magn af þvælu, gagnslausum staðreyndum, kaldhæðnum tístum og fjarstæðukenndum fréttum. Dagblaðalestur þykir í dag frekar vera til marks um yfirvegaðan og afslappaðan lífsstíl. Frá því fólk hafði áhyggjur af dagblöðum hefur það orðið sannfært um að hljóðvarp gengi af siðmenningunni dauðri, þvínæst sjónvarp og svo netið. Fólk hefur einhvern veginn náð að höndla þessa þróun hingað til og ýmsar grunnstoðir í samfélagi mannanna hafa haldið gildi sínu. Og kannski mun það sama eiga við um samfélagsmiðlana, sem svo margir hafa áhyggjur af. Mun það þykja til marks um zeníska yfirvegun eftir þrjátíu ár að hanga í rólegheitum á Facebook í símanum, á meðan stærsti hluti mannkyns gengur um með útþanin sjáöldur af spennu yfir beinstreymi upplýsinga í gegnum 100 exabæta gagnatengingu inn í miðtaugakerfið sjálft án viðkomu í heilanum? Hver veit? Það er hins vegar óhætt að slá því föstu að hin ofsafengna breyting á neyslu fólks á upplýsingum mun fyrr eða síðar gjörbreyta grunnstoðum í samfélaginu, ef hún er ekki farin að gera það nú þegar. Ýmis grundvallaratriði í menningu samfélaga, þar á meðal trúarlíf og helgisiðir, hafa það markmið að binda saman fólk á góðum stundum, í hversdagslífinu og þegar mikið bjátar á. En þessar grundvallarstoðir hafa verið hannaðar út frá hversdagsleika mjög ólíkum þeim sem við búum við í dag. Á fyrri öldum gat það verið guðsþjónustan á sunnudegi sem var hápunktur skemmtanalífsins; litbrigðamesta veisluborð skilningarvitanna. Nú fær fólk gríðarlegt magn sérsniðinna upplýsinga beint að sér í gegnum samfélagsmiðla; einkum Facebook. Sá miðill hefur því í raun tekið við mörgum hlutverkum í lífi fólks. Það er símstöð, pósthús, fréttaveita, sálgæsla, áfallahjálp, skemmtistaður, pólitískur fundarstaður—þar er dagbókin þín og samskiptasagan við alls konar fólk. Og sú saga geymist jafnvel eftir að fólk fer yfir móðuna miklu. Gögnin sitja eftir í risastórum skemmum í Ameríku og á Írlandi; suðandi viftur halda hörðum diskum gagnaveranna köldum svo stafrænu minnisvarðarnir um ástvini okkar bráðni ekki niður og glatist að eilífu. Þegar Facebook kom til sögunnar fór samfélagsmiðillinn smám saman að taka við ýmsum hlutverkum trúarbragðanna. Á Facebook var greint frá trúlofunum, steggjaveislum, brúðkaupum þungunum, fæðingum, skírnum, barnaafmælum, og útskriftum. Þannig voru helstu vörðurnar á æviskeiðinu reistar á Facebook. Í marga mannsaldra hafa börn verið borin til skírnar í kirkju þannig að söfnuðurinn frétti af nýju lífi—og þannig hafa foreldrar fundið til stuðnings og aðrir safnaðarmeðlimir upplifað að þetta nýja líf feli í sér merkingu, ábyrgð og gleði fyrir alla kirkjugesti. Núna er tilkynningin á Facebook að sumu leyti stærri viðburður. Þar eru mörg hundruð vottar gerðir að inngöngu nýs einstaklings, nafn hans skráð í gagnaver Marks Zuckerberg og hann beðinn að láta það aldrei villast frá sér. Nýfætt barn má kallast slakt ef það fær ekki nokkur hundruð „like“ í vöggugjöf. Gleði og gaman. Trúarbrögðin hafa auðvitað ekki bara verið vettvangur gleði, heldur hafa innan þeirra þróast ýmsar leiðir til þess að hjálpa okkur til þess að mæta áföllum og þeim óumflýjanlega raunveruleika sem er dauðinn. Allir menn deyja og flestir eru syrgðir sárt af örfáum, minnst með söknuði af allnokkrum en líf flestra heldur áfram. Fólk sýnir virðingu og þakklæti með því að fylgja hinum látnu til grafar; síðasta spölinn, og þannig fá hinir sártsyrgjandi nánustu aðstandendur að finna hlýjan stuðning allra þeirra sem fannst það þó þess virði að taka hálfan dag í lífi sínu frá til þess að taka þátt í kveðjuathöfn, hlusta á minningarorðin og horfa í kringum sig á öll andlit þeirra sem hin látni hafði snert nægilega til þess að þeir ákvæðu að koma frekar til þess að kveðja hinn látna heldur en að vera í vinnunni, fara á skíði eða gera bara eitthvað annað. Þessi alvarlega stund er hápunktur á sorgarferli, þar sem margir fella tár—ekki bara þeir nánustu, heldur líka þeir sem þekktu lítið til hins látna; en það huggar allt saman og hefur sefandi áhrif. Við grátum yfir því að dauði annarra minnir okkur á að við sjálf munum deyja; og við grátum kannski ennþá frekar yfir því að við munum þurfa að horfa upp á enn fleiri deyja—fylgja fleirum síðasta spölinn en halda áfram einum manni færri. Þessu er mjög erfitt að líkja eftir á Facebook þar sem næst við hlið sorglegrar andlátsfréttar kunna að vera furðufréttir um frægðarfólk, hatrömm rifrildi um verðtrygginguna og auglýsingar um amerískan skófatnað. Kisturnar eru bornar út úr kirkjum, en brosandi myndir af látnum ástvinum eru enn á netinu, það er meira að segja hægt að senda þeim skilaboð—látið fólk fær vinabeiðnir löngu eftir að Facebook-síðunni hefur verið breytt í minningarskrín, menn kváðu jafnvel deyja frá hálfkveðnum status-uppfærslum. Þetta er meiriháttar breyting á grundvallarþætti í samfélaginu og hún boðar líklega sitthvað fleira sem öllu erfiðara er að átta sig á. Hvernig mun það fara með fólk þegar flestar Facebook-fréttirnar eru ekki lengur um gleðilega viðburði í lífi fólks heldur fyllist fréttaveitan af tilkynningum um veikindi og andlát, minningarorðum um foreldra, vini, maka og einstaka sinnum börn og barnabörn? Hvernig líður fólki sem opnar tölvuna sína eða símann að morgni og sér slíkar fréttir hrannast inn og les athugasemdirnar og fylgist með hjartamerkingunum staflast upp á sorgarfréttirnar? Duga þá þúsund „like“ eins vel og örfá þétt faðmlög og vinalegar raddir til þess að finna til stuðnings á erfiðum stundum lífsins? Í fámennu samfélagi eins og því íslenska er kannski auðveldara að standa vörð um mennskuna heldur en víða annars staðar. Það er líka harðvírað í menningarvitund okkar allra að „maður er manns gaman“—og það á við bæði í sorg og gleði. Þróunin togar í hina áttina og það er fyrirhöfn að toga á móti. Líklegast er hún þess þó margfaldlega virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga, löngu áður en nokkur lesandi Fréttablaðsins fæddist, var fólk byrjað að hafa áhyggjur af því að ofgnótt upplýsinga gæti leitt til þess að fólk missti smám saman vitið. Hvínandi hamagangur á síðum dagblaðanna, þar sem öllu ægði saman, gat ekki annað en grafið undan hugarró og sálarfriði. Auglýsingar um alls konar óþurftardrasl gátu komið róti á hugann, vakið upp fjarstæðukenndar langanir og óuppfylltar þrár sem leitt gætu til ásælni, öfundar og depurðar. Fréttir af atburðum sem koma manns eigin lífi ekkert við voru birtar í blöðum til að halda fólki límdu við blaðsíðurnar. Þetta gat fyllt fólk kvíða og þunglyndi yfir örlögum allsendis óskylds fólks. Í staðinn fyrir að hugsa um sína eigin vinnu og skyldur gat fólk tapað sér af áhyggjum yfir atburðum víðsfjarri heimahögunum. Mannskepnan er auðvitað ekki hönnuð til þess að verða fyrir öllu því áreiti sem að nútímamanninum beinist. Þótt það hafi nú þegar alist upp nokkrar kynslóðir manna sem haft hafa aðgang að einhvers konar fjölmiðlum þá hefur langstærstur hluti þróunarsögu mannsins miðast við að meðhöndla lítið magn mikilvægra upplýsinga frekar en óþrjótandi magn af þvælu, gagnslausum staðreyndum, kaldhæðnum tístum og fjarstæðukenndum fréttum. Dagblaðalestur þykir í dag frekar vera til marks um yfirvegaðan og afslappaðan lífsstíl. Frá því fólk hafði áhyggjur af dagblöðum hefur það orðið sannfært um að hljóðvarp gengi af siðmenningunni dauðri, þvínæst sjónvarp og svo netið. Fólk hefur einhvern veginn náð að höndla þessa þróun hingað til og ýmsar grunnstoðir í samfélagi mannanna hafa haldið gildi sínu. Og kannski mun það sama eiga við um samfélagsmiðlana, sem svo margir hafa áhyggjur af. Mun það þykja til marks um zeníska yfirvegun eftir þrjátíu ár að hanga í rólegheitum á Facebook í símanum, á meðan stærsti hluti mannkyns gengur um með útþanin sjáöldur af spennu yfir beinstreymi upplýsinga í gegnum 100 exabæta gagnatengingu inn í miðtaugakerfið sjálft án viðkomu í heilanum? Hver veit? Það er hins vegar óhætt að slá því föstu að hin ofsafengna breyting á neyslu fólks á upplýsingum mun fyrr eða síðar gjörbreyta grunnstoðum í samfélaginu, ef hún er ekki farin að gera það nú þegar. Ýmis grundvallaratriði í menningu samfélaga, þar á meðal trúarlíf og helgisiðir, hafa það markmið að binda saman fólk á góðum stundum, í hversdagslífinu og þegar mikið bjátar á. En þessar grundvallarstoðir hafa verið hannaðar út frá hversdagsleika mjög ólíkum þeim sem við búum við í dag. Á fyrri öldum gat það verið guðsþjónustan á sunnudegi sem var hápunktur skemmtanalífsins; litbrigðamesta veisluborð skilningarvitanna. Nú fær fólk gríðarlegt magn sérsniðinna upplýsinga beint að sér í gegnum samfélagsmiðla; einkum Facebook. Sá miðill hefur því í raun tekið við mörgum hlutverkum í lífi fólks. Það er símstöð, pósthús, fréttaveita, sálgæsla, áfallahjálp, skemmtistaður, pólitískur fundarstaður—þar er dagbókin þín og samskiptasagan við alls konar fólk. Og sú saga geymist jafnvel eftir að fólk fer yfir móðuna miklu. Gögnin sitja eftir í risastórum skemmum í Ameríku og á Írlandi; suðandi viftur halda hörðum diskum gagnaveranna köldum svo stafrænu minnisvarðarnir um ástvini okkar bráðni ekki niður og glatist að eilífu. Þegar Facebook kom til sögunnar fór samfélagsmiðillinn smám saman að taka við ýmsum hlutverkum trúarbragðanna. Á Facebook var greint frá trúlofunum, steggjaveislum, brúðkaupum þungunum, fæðingum, skírnum, barnaafmælum, og útskriftum. Þannig voru helstu vörðurnar á æviskeiðinu reistar á Facebook. Í marga mannsaldra hafa börn verið borin til skírnar í kirkju þannig að söfnuðurinn frétti af nýju lífi—og þannig hafa foreldrar fundið til stuðnings og aðrir safnaðarmeðlimir upplifað að þetta nýja líf feli í sér merkingu, ábyrgð og gleði fyrir alla kirkjugesti. Núna er tilkynningin á Facebook að sumu leyti stærri viðburður. Þar eru mörg hundruð vottar gerðir að inngöngu nýs einstaklings, nafn hans skráð í gagnaver Marks Zuckerberg og hann beðinn að láta það aldrei villast frá sér. Nýfætt barn má kallast slakt ef það fær ekki nokkur hundruð „like“ í vöggugjöf. Gleði og gaman. Trúarbrögðin hafa auðvitað ekki bara verið vettvangur gleði, heldur hafa innan þeirra þróast ýmsar leiðir til þess að hjálpa okkur til þess að mæta áföllum og þeim óumflýjanlega raunveruleika sem er dauðinn. Allir menn deyja og flestir eru syrgðir sárt af örfáum, minnst með söknuði af allnokkrum en líf flestra heldur áfram. Fólk sýnir virðingu og þakklæti með því að fylgja hinum látnu til grafar; síðasta spölinn, og þannig fá hinir sártsyrgjandi nánustu aðstandendur að finna hlýjan stuðning allra þeirra sem fannst það þó þess virði að taka hálfan dag í lífi sínu frá til þess að taka þátt í kveðjuathöfn, hlusta á minningarorðin og horfa í kringum sig á öll andlit þeirra sem hin látni hafði snert nægilega til þess að þeir ákvæðu að koma frekar til þess að kveðja hinn látna heldur en að vera í vinnunni, fara á skíði eða gera bara eitthvað annað. Þessi alvarlega stund er hápunktur á sorgarferli, þar sem margir fella tár—ekki bara þeir nánustu, heldur líka þeir sem þekktu lítið til hins látna; en það huggar allt saman og hefur sefandi áhrif. Við grátum yfir því að dauði annarra minnir okkur á að við sjálf munum deyja; og við grátum kannski ennþá frekar yfir því að við munum þurfa að horfa upp á enn fleiri deyja—fylgja fleirum síðasta spölinn en halda áfram einum manni færri. Þessu er mjög erfitt að líkja eftir á Facebook þar sem næst við hlið sorglegrar andlátsfréttar kunna að vera furðufréttir um frægðarfólk, hatrömm rifrildi um verðtrygginguna og auglýsingar um amerískan skófatnað. Kisturnar eru bornar út úr kirkjum, en brosandi myndir af látnum ástvinum eru enn á netinu, það er meira að segja hægt að senda þeim skilaboð—látið fólk fær vinabeiðnir löngu eftir að Facebook-síðunni hefur verið breytt í minningarskrín, menn kváðu jafnvel deyja frá hálfkveðnum status-uppfærslum. Þetta er meiriháttar breyting á grundvallarþætti í samfélaginu og hún boðar líklega sitthvað fleira sem öllu erfiðara er að átta sig á. Hvernig mun það fara með fólk þegar flestar Facebook-fréttirnar eru ekki lengur um gleðilega viðburði í lífi fólks heldur fyllist fréttaveitan af tilkynningum um veikindi og andlát, minningarorðum um foreldra, vini, maka og einstaka sinnum börn og barnabörn? Hvernig líður fólki sem opnar tölvuna sína eða símann að morgni og sér slíkar fréttir hrannast inn og les athugasemdirnar og fylgist með hjartamerkingunum staflast upp á sorgarfréttirnar? Duga þá þúsund „like“ eins vel og örfá þétt faðmlög og vinalegar raddir til þess að finna til stuðnings á erfiðum stundum lífsins? Í fámennu samfélagi eins og því íslenska er kannski auðveldara að standa vörð um mennskuna heldur en víða annars staðar. Það er líka harðvírað í menningarvitund okkar allra að „maður er manns gaman“—og það á við bæði í sorg og gleði. Þróunin togar í hina áttina og það er fyrirhöfn að toga á móti. Líklegast er hún þess þó margfaldlega virði.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun