Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:00 Þegar kemur að spilakössum segir í skýrslunni að "veruleg hætta“ sé að á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé. Það sé hægt án sérfræðiþekkingar, undirbúnings eða tilkostnaðar. Fréttablaðið/Anton Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. Þá er mikil hætta á því að einkahlutafélög séu misnotuð til peningaþvættis. Þetta kemur fram á skýrslu ríkislögreglustjóra um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Skýrslan var unnin í tengslum við samstarf Íslands við Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegan aðgerðahóp gegn peningaþvættti og fjármögnun hryðjuverka, sem Ísland gekk til samstarfs við árið 1991. Þannig skuldbatt ríkið sig til að samræma löggjöf sína tilmælum aðgerðarhópsins. FATF gerði úttekt á árunum 2017 til 2018 sem sýndi fram á ýmsa veikleika í íslenskri löggjöf. Áhættumat ríkislögreglustjóra var unnið „í því skyni að uppfylla þær skyldur sem á Íslandi hvíla í þessum efnum og er annað sinnar tegundar á Íslandi“. Í skýrslunni kemur fram að greind ógn taldist vera mikil þegar kemur að frumbrotum skattsvika, peningasendingum, einkahlutafélögum, raunverulegum eigendum, flutningi reiðufjár til og frá landinu, starfsemi sem stundar reiðufjárviðskipti, lögmönnum, spilakössum og afléttingu fjármagnshafta. Þá taldist greind ógn vera veruleg þegar kom að innlánum, útgáfu rafeyris, greiðsluþjónustu, skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum, sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, öðrum almannaheillafélögum, reiðufé í umferð, endurskoðendum, fasteignasölum, vöru og þjónustu og kerfiskennitölum.Varðandi skattsvikin segir í skýrslunni að skattsvik séu alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi, hvort sem litið sé til málafjölda eða upphæða, en viðhorf almennings til þeirra virðist mildara en til annarra brota. Vitnað er í skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra frá 2017 þar sem skattsvik hafa verið metin á bilinu þrjú til sjö prósent af landsframleiðslu undanfarna þrjá áratugi. Það samsvarar um það bil tíund af heildarskatttekjum hins opinber. „Yfirvöld eru meðvituð um umfang skattsvika, fjöldi mála er mikill og regluverk viðamikið. Almennt eftirlit er talsvert en skortur hefur verið á peningaþvættiseftirliti með þeim fagstéttum sem helst er leitað þjónustu hjá til að dylja slóð fjármuna,“ segir í skýrslunni. Einnig er fjallað um lögmenn í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem segir að þjónusta þeirra kunni að vera misnotuð af aðilum til að ljá ólögmætum viðskiptum eða starfsemi lögmæta ásýnd.Auðvelt að misnota reiðufé Þegar kemur að flutningi reiðufjár segir í skýrslunni að „auðvelt, einfalt og ódýrt“ sé að flytja það yfir landamæri Íslands og þó skýrt lagaákvæði um upplýsingagjöf um flutning fjármuna til og frá landinu sé til staðar, séu tilkynningar fáar. Þá sé eftirlit með flutningi á reiðufé takmarkað og lítið magn reiðufjár hafi verið haldlagt á undanförnum árum. Ennfremur segir að þó notkun reiðufjár í viðskiptum á Íslandi sé með því minna sem þekkist í Evrópu sé auðvelt og einfalt að koma reiðufé í umferð og stunda reiðufjárviðskipti. Þar að auki þurfi enga sérstaka þekkingu til að koma ólögmætum ávinningi í umferð og dylja slóð reiðufjár í annars löglegri starfsemi. Í skýrslunni kemur einnig fram að dæmi séu um mál hjá lögreglu þar sem tengsl séu á milli skipulagðrar brotastarfsemi og notkunar reiðufjár. „Af þessum sökum er áhættan af starfsemi sem stundar reiðufjárviðskipti og greiðslur með reiðufé mikil. Framangreind flokkun leiðir helst af þeim fjölda veikleika sem eru til staðar.“Veikleikar í umgjörð einkahlutafélaga Í skýrslu ríkislögreglustjóra er einnig fjallað um einkahlutafélög og eru upptaldir fjölmargir veikleikar í umgjörð þess forms. Undanskot eigna og kennitöluflakk er sagt vera stórt vandamál í fyrirtækjarekstri og svipaða sögu sé að segja af svartri atvinnustarfsemi, sem þrífist hér á landi. Þá segir að margar aðferðir séu færar til að misnota þetta félagaform og séu fjölmörg dæmi um slíkt. Þar að auki virðist áhættuvitund Íslendinga almennt lítil. „Þá er auðvelt og einfalt í framkvæmd að nota einkahlutafélög til að þvætta ólögmætan ávinning. Af þeim sökum telst áhætta hvað varðar stofnun, starfsemi og slit einkahlutafélaga vera mikil.“Grunur beinist að spilakössum Þegar kemur að spilakössum segir í skýrslunni að „veruleg hætta“ sé að á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé. Það sé hægt án sérfræðiþekkingar, undirbúnings eða tilkostnaðar. Eingöngu sé hægt að spila fyrir reiðufé eða vinningsmiða og hægt sé að prenta þá miða út án þess að spila. Heildarvelta árið 2017 í spilakössum var 11,74 milljarðar króna og útgreiddir vinningar sama ár námu 8,1 milljörðum Velta þessi er meiri en í öllum öðrum fjárhættuspilum til samans. Í skýrslunni segir að það gæti gefið til kynna að spilakassar séu notaðir til þess að þvætta ólögmætan ávinning. Þá sé skortur á kröfu um gott orðsort þeirra staða sem hýsa spilakassa og það sé alvarlegur veikleiki vegna aðgengis þeirra til kaupa á vinningsmiðum. „Hvorki Íslandsspil ehf. né HHÍ gera sérstaka kröfu um orðspor rekstraraðila. Örfá tilvik eru um að samningum við rekstraraðila hafi verið rift og þá hefur það verið vegna vanskila eða brota á reglum, t.d. að ungmenni hafi fengið að spila í kössunum. Engar reglur eru til staðar um útgreiðslu vinninga hjá spilastöðum, þ.e. hvort greitt er með reiðufé eða rafrænt en algengast er að vinningar séu greiddir út í reiðufé,“ segir í skýrslunni. „Tilkynningum til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hefur fjölgað síðastliðin tvö ár og er grunur um að þessi leið hafi ítrekað verið notuð við þvætti. Samkvæmt framangreindu er hætta í tengslum við spilakassa mikil.“ Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. Þá er mikil hætta á því að einkahlutafélög séu misnotuð til peningaþvættis. Þetta kemur fram á skýrslu ríkislögreglustjóra um áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Skýrslan var unnin í tengslum við samstarf Íslands við Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegan aðgerðahóp gegn peningaþvættti og fjármögnun hryðjuverka, sem Ísland gekk til samstarfs við árið 1991. Þannig skuldbatt ríkið sig til að samræma löggjöf sína tilmælum aðgerðarhópsins. FATF gerði úttekt á árunum 2017 til 2018 sem sýndi fram á ýmsa veikleika í íslenskri löggjöf. Áhættumat ríkislögreglustjóra var unnið „í því skyni að uppfylla þær skyldur sem á Íslandi hvíla í þessum efnum og er annað sinnar tegundar á Íslandi“. Í skýrslunni kemur fram að greind ógn taldist vera mikil þegar kemur að frumbrotum skattsvika, peningasendingum, einkahlutafélögum, raunverulegum eigendum, flutningi reiðufjár til og frá landinu, starfsemi sem stundar reiðufjárviðskipti, lögmönnum, spilakössum og afléttingu fjármagnshafta. Þá taldist greind ógn vera veruleg þegar kom að innlánum, útgáfu rafeyris, greiðsluþjónustu, skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum, sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, öðrum almannaheillafélögum, reiðufé í umferð, endurskoðendum, fasteignasölum, vöru og þjónustu og kerfiskennitölum.Varðandi skattsvikin segir í skýrslunni að skattsvik séu alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi, hvort sem litið sé til málafjölda eða upphæða, en viðhorf almennings til þeirra virðist mildara en til annarra brota. Vitnað er í skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra frá 2017 þar sem skattsvik hafa verið metin á bilinu þrjú til sjö prósent af landsframleiðslu undanfarna þrjá áratugi. Það samsvarar um það bil tíund af heildarskatttekjum hins opinber. „Yfirvöld eru meðvituð um umfang skattsvika, fjöldi mála er mikill og regluverk viðamikið. Almennt eftirlit er talsvert en skortur hefur verið á peningaþvættiseftirliti með þeim fagstéttum sem helst er leitað þjónustu hjá til að dylja slóð fjármuna,“ segir í skýrslunni. Einnig er fjallað um lögmenn í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem segir að þjónusta þeirra kunni að vera misnotuð af aðilum til að ljá ólögmætum viðskiptum eða starfsemi lögmæta ásýnd.Auðvelt að misnota reiðufé Þegar kemur að flutningi reiðufjár segir í skýrslunni að „auðvelt, einfalt og ódýrt“ sé að flytja það yfir landamæri Íslands og þó skýrt lagaákvæði um upplýsingagjöf um flutning fjármuna til og frá landinu sé til staðar, séu tilkynningar fáar. Þá sé eftirlit með flutningi á reiðufé takmarkað og lítið magn reiðufjár hafi verið haldlagt á undanförnum árum. Ennfremur segir að þó notkun reiðufjár í viðskiptum á Íslandi sé með því minna sem þekkist í Evrópu sé auðvelt og einfalt að koma reiðufé í umferð og stunda reiðufjárviðskipti. Þar að auki þurfi enga sérstaka þekkingu til að koma ólögmætum ávinningi í umferð og dylja slóð reiðufjár í annars löglegri starfsemi. Í skýrslunni kemur einnig fram að dæmi séu um mál hjá lögreglu þar sem tengsl séu á milli skipulagðrar brotastarfsemi og notkunar reiðufjár. „Af þessum sökum er áhættan af starfsemi sem stundar reiðufjárviðskipti og greiðslur með reiðufé mikil. Framangreind flokkun leiðir helst af þeim fjölda veikleika sem eru til staðar.“Veikleikar í umgjörð einkahlutafélaga Í skýrslu ríkislögreglustjóra er einnig fjallað um einkahlutafélög og eru upptaldir fjölmargir veikleikar í umgjörð þess forms. Undanskot eigna og kennitöluflakk er sagt vera stórt vandamál í fyrirtækjarekstri og svipaða sögu sé að segja af svartri atvinnustarfsemi, sem þrífist hér á landi. Þá segir að margar aðferðir séu færar til að misnota þetta félagaform og séu fjölmörg dæmi um slíkt. Þar að auki virðist áhættuvitund Íslendinga almennt lítil. „Þá er auðvelt og einfalt í framkvæmd að nota einkahlutafélög til að þvætta ólögmætan ávinning. Af þeim sökum telst áhætta hvað varðar stofnun, starfsemi og slit einkahlutafélaga vera mikil.“Grunur beinist að spilakössum Þegar kemur að spilakössum segir í skýrslunni að „veruleg hætta“ sé að á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé. Það sé hægt án sérfræðiþekkingar, undirbúnings eða tilkostnaðar. Eingöngu sé hægt að spila fyrir reiðufé eða vinningsmiða og hægt sé að prenta þá miða út án þess að spila. Heildarvelta árið 2017 í spilakössum var 11,74 milljarðar króna og útgreiddir vinningar sama ár námu 8,1 milljörðum Velta þessi er meiri en í öllum öðrum fjárhættuspilum til samans. Í skýrslunni segir að það gæti gefið til kynna að spilakassar séu notaðir til þess að þvætta ólögmætan ávinning. Þá sé skortur á kröfu um gott orðsort þeirra staða sem hýsa spilakassa og það sé alvarlegur veikleiki vegna aðgengis þeirra til kaupa á vinningsmiðum. „Hvorki Íslandsspil ehf. né HHÍ gera sérstaka kröfu um orðspor rekstraraðila. Örfá tilvik eru um að samningum við rekstraraðila hafi verið rift og þá hefur það verið vegna vanskila eða brota á reglum, t.d. að ungmenni hafi fengið að spila í kössunum. Engar reglur eru til staðar um útgreiðslu vinninga hjá spilastöðum, þ.e. hvort greitt er með reiðufé eða rafrænt en algengast er að vinningar séu greiddir út í reiðufé,“ segir í skýrslunni. „Tilkynningum til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu hefur fjölgað síðastliðin tvö ár og er grunur um að þessi leið hafi ítrekað verið notuð við þvætti. Samkvæmt framangreindu er hætta í tengslum við spilakassa mikil.“
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira