Marta telur rétt að ríkið ráði staðsetningu flugvallarins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 15:00 Marta sjálf býr í Skerjafirðinum, steinsnar frá flugvellinum. Hún segir ekkert ónæði fylgja honum sem orð er á gerandi og slysahætta sé ekki meiri en sú sem allri umferð fylgir. „Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
„Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira