Sköpum störf Sirrí Hallgrímsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Allt í kringum okkur sjáum við öflug og rótgróin fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu, þau eru hluti af daglega lífinu okkar. Við erum sennilega langflest sek um að hugsa ekki út í þá staðreynd að eitt sinn voru öll þessi fyrirtæki hugmynd. Hugmyndin var í kollinum á frumkvöðli og ekki er ólíklegt að hún hafi þótt ævintýraleg, djörf og jafnvel hálfgalin. En það var einhver sem ákvað að stíga skrefið, ráðast í málið og hrinda því af stað. Það var einhver sem var tilbúinn að taka áhættuna, leggja sparnaðinn sinn og annarra undir til þess að láta hugmynd verða að veruleika. Við sjáum ekki allar hugmyndirnar sem gengu ekki upp, fyrirtækin sem lifðu ekki af vegna þess að hugmyndin var röng, tíminn var rangur eða frumkvöðullinn var óheppinn. Ótrúlega margt getur farið úrskeiðis í frumkvöðlastarfinu og það er í raun ótrúlegt að einhverjir séu tilbúnir til að taka áhættuna og reyna að skapa eitthvað nýtt. Við eigum því að vera mjög þakklát fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að taka áhættuna og leggja á sig það þrotlausa erfiði sem felst í því að gera hugmynd að veruleika. Við eigum því að fagna með þeim þegar vel gengur og virða það starf sem leitt hefur til árangurs. En það er líka mikilvægt að styðja við þá í mótlæti, sýna því skilning að ekki eru allar ferðir til fjár og hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það geta nefnilega ekki allir unnið hjá ríkinu og störfin skapa sig ekki sjálf, við þurfum frumkvöðla og þá sem flesta.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar