Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 10:00 Öll skot Hayward í nótt sungu í netinu vísir/getty Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122 NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122
NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira