Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 17:55 Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Sjá meira