Guðmundur: Erum með alltof gott lið til að falla Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 21:15 Guðmundur Helgi er þjálfari Fram. vísir/bára „Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30