Geir: Létum þá gjörsamlega valta yfir okkur Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 6. apríl 2019 21:50 Geir segir ekki ljóst hvort hann heldur áfram þjálfun Akureyrar. vísir/vilhelm Það var þungt yfir þjálfara Akureyringa, Geir Sveinssyni, eftir tapið fyrir ÍR enda hans menn fallnir úr deild þeirra bestu. „Það stóð ekki til að tapa hér í dag og þar af leiðandi fara niður um deild. Það var bara engan vegin það sem við lögðum upp með og ætluðum okkur hér í dag,“ sagði Geir. Hann var ekki sáttur við það hvernig hans menn komu inn í leikinn og sagði að „því miður þá bara komum við einhvern veginn mjög skakkt inn í leikinn og hérna við létum þá gjörsamlega valta yfir okkur.“ Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska og því var Geir fyllilega sammála. „Það stóð í sjálfu sér ekki steinn yfir steini varnarlega og markvarslan eftir því. Í rauninni þá bara keyrðu þeir yfir okkur og bara mjög slakur fyrri hálfleikur varnarlega.“ Það var vissulega mikið undir fyrir ungt lið Akureyringa og því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort leikmenn liðsins hafi einfaldlega ekki náð að höndla álagið og þegar Geir var spurður út í það hvort spennustig leikmanna hafi einfaldlega ekki verið rétt stillt sagði hann það vissulega möguleika. „Maður verður bara að gera ráð fyrir því að það sé eitthvað þess háttar, að það sé eitthvað að trufla. Stuttu eftir leik ferðu í alls konar pælingar að reyna að átta þig á því hvað nákvæmlega var og það getur vel verið að manni hafi ekki tekist að stilla spennustigið rétt.“ Geir hélt áfram og sagði þennan leik í raun hafa verið lagðan upp eins og hvern leik frá því að hann kom. „Úrslitaleikur upp á að ná í stig, þetta er bara búið að ganga út á það. Við vissum að við yrðum að gera betur hlutfallslega en við vorum búnir að gera fram að áramótum, ná í hlutfallslega fleiri stig en búið var að gera þá. Það þýddi að við yrðum að ná í sex eða átta stig að minnsta kosti til að tryggja þetta.“ Það kom mörgum á óvart þegar Akureyringar létu Sverra Jakobsson fara og réðu Geir. Á þeim tímapunkti höfðu Akureyringar sótt fimm stig af átta mögulegum úr fjórum síðustu leikjum, þar á meðal sigra gegn FH og Selfossi. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort að breytingarnar sem fylgdu nýjum þjálfara hafi einfaldlega verið of margar á þessum tímapunkti. „Sko, ég auðvitað get ekki svarað því vegna þess að ég var ekki til staðar hérna fyrir áramót, það er að segja ég veit ekki hvað var nákvæmlega að gerast. Eina sem ég get kannski sagt var að út frá þeim áherslum sem við sjáum þegar við horfum á leikina. Það sem ég gerði var að ég kom með nýja vörn, bætti við og vildi meiri fjölbreytni í vörnina,“ sagði Geir og bætti því við að sóknarlega hafi þeir unnið með það sama og var til staðar „og svo kemur auðvitað alltaf eitthvað nýtt inn en þú verður kannski að spyrja einhvern annan um það hvort að breytingarnar hafi verið of miklar fyrir drengina, þeir geta kannski svarað því einna helst.“ Samningur Geirs var út þetta keppnistímabil og því ekki úr vegi að spyrja hann út í framhaldið. „Menn eru bara alltaf stöðugt að tala saman en þetta er enginn tímapunktur að vera að svara því eitthvað núna hvað þær viðræður innihéldu, hvað kom út úr þeim eða hver staðan er. Það er bara ekki tímabært.“ Geir segist vera sannfærður um að Akureyri Handboltafélag eigi afturkvæmt í deild þeirra bestu strax að loknum næsta vetri. „Hér er verið að vinna mjög gott starf. Það er mikill efniviður í yngri flokkunum,“ sagði Geir og benti á að margir í hans hópi hafi verið að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu og ítrekaði hann að lokum að hann hefði ,„fulla trú á því (að liðið vinni sér sæti í deild þeirra bestu á ný).“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 29-35 | Akureyringar fallnir Akureyri leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Það var þungt yfir þjálfara Akureyringa, Geir Sveinssyni, eftir tapið fyrir ÍR enda hans menn fallnir úr deild þeirra bestu. „Það stóð ekki til að tapa hér í dag og þar af leiðandi fara niður um deild. Það var bara engan vegin það sem við lögðum upp með og ætluðum okkur hér í dag,“ sagði Geir. Hann var ekki sáttur við það hvernig hans menn komu inn í leikinn og sagði að „því miður þá bara komum við einhvern veginn mjög skakkt inn í leikinn og hérna við létum þá gjörsamlega valta yfir okkur.“ Varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska og því var Geir fyllilega sammála. „Það stóð í sjálfu sér ekki steinn yfir steini varnarlega og markvarslan eftir því. Í rauninni þá bara keyrðu þeir yfir okkur og bara mjög slakur fyrri hálfleikur varnarlega.“ Það var vissulega mikið undir fyrir ungt lið Akureyringa og því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort leikmenn liðsins hafi einfaldlega ekki náð að höndla álagið og þegar Geir var spurður út í það hvort spennustig leikmanna hafi einfaldlega ekki verið rétt stillt sagði hann það vissulega möguleika. „Maður verður bara að gera ráð fyrir því að það sé eitthvað þess háttar, að það sé eitthvað að trufla. Stuttu eftir leik ferðu í alls konar pælingar að reyna að átta þig á því hvað nákvæmlega var og það getur vel verið að manni hafi ekki tekist að stilla spennustigið rétt.“ Geir hélt áfram og sagði þennan leik í raun hafa verið lagðan upp eins og hvern leik frá því að hann kom. „Úrslitaleikur upp á að ná í stig, þetta er bara búið að ganga út á það. Við vissum að við yrðum að gera betur hlutfallslega en við vorum búnir að gera fram að áramótum, ná í hlutfallslega fleiri stig en búið var að gera þá. Það þýddi að við yrðum að ná í sex eða átta stig að minnsta kosti til að tryggja þetta.“ Það kom mörgum á óvart þegar Akureyringar létu Sverra Jakobsson fara og réðu Geir. Á þeim tímapunkti höfðu Akureyringar sótt fimm stig af átta mögulegum úr fjórum síðustu leikjum, þar á meðal sigra gegn FH og Selfossi. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort að breytingarnar sem fylgdu nýjum þjálfara hafi einfaldlega verið of margar á þessum tímapunkti. „Sko, ég auðvitað get ekki svarað því vegna þess að ég var ekki til staðar hérna fyrir áramót, það er að segja ég veit ekki hvað var nákvæmlega að gerast. Eina sem ég get kannski sagt var að út frá þeim áherslum sem við sjáum þegar við horfum á leikina. Það sem ég gerði var að ég kom með nýja vörn, bætti við og vildi meiri fjölbreytni í vörnina,“ sagði Geir og bætti því við að sóknarlega hafi þeir unnið með það sama og var til staðar „og svo kemur auðvitað alltaf eitthvað nýtt inn en þú verður kannski að spyrja einhvern annan um það hvort að breytingarnar hafi verið of miklar fyrir drengina, þeir geta kannski svarað því einna helst.“ Samningur Geirs var út þetta keppnistímabil og því ekki úr vegi að spyrja hann út í framhaldið. „Menn eru bara alltaf stöðugt að tala saman en þetta er enginn tímapunktur að vera að svara því eitthvað núna hvað þær viðræður innihéldu, hvað kom út úr þeim eða hver staðan er. Það er bara ekki tímabært.“ Geir segist vera sannfærður um að Akureyri Handboltafélag eigi afturkvæmt í deild þeirra bestu strax að loknum næsta vetri. „Hér er verið að vinna mjög gott starf. Það er mikill efniviður í yngri flokkunum,“ sagði Geir og benti á að margir í hans hópi hafi verið að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu og ítrekaði hann að lokum að hann hefði ,„fulla trú á því (að liðið vinni sér sæti í deild þeirra bestu á ný).“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 29-35 | Akureyringar fallnir Akureyri leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 29-35 | Akureyringar fallnir Akureyri leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. 6. apríl 2019 21:30