Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2019 19:30 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. Skipasmíðastöðin í Póllandi hafi sent reikning sem ekki er hægt að samþykkja. Líkt og greint hefur verið frá hefur afhending á nýjum Herjólfi dregist en í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf þann 1. júní í fyrra. „Það hefur dregist úr hömlu af hálfu skipasmíðastöðvarinnar að klára verkið. Við höfum á tímabilinu verið að bæta við verkefnum og breyta. Um öll þau verkefni hefur verið samið sérstaklega við skipasmíðastöðina. Þannig af hálfu Vegagerðarinnar, mati þeirra og sérfræðinga er samningurinn góður og stendur ekkert upp á Vegagerðina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. hefur farið fram á viðbótargreiðslu umfram það sem áður hafði verið samið um við Vegagerðina. Dagsektir og daggjöld safnast upp, en menn hafa lýst sig reiðubúna til að ræða um sektirnar. „Hins vegar hefur nú á endametrunum komið fram krafa af hálfu skipasmíðastöðvarinnar sem Vegagerðin lítur á sem tilhæfulausan reikning og við munum aldrei greiða hann,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður segir reikninginn hljóða upp á 900 milljónir evra. „Ef að skipasmíðastöðin hefði boðið það í verkið upphaflega hefði hún ekki fengið það,“ sagði Sigurður IngiHerjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAðspurður hvort skipasmíðastöðin haldi skipinu hjá sér þar til reikningar hafa verið greiddir, segist Sigurður ekki geta sagt til um það. „Já, það er kannski rétt að spyrja þá hvað þeir eru að hugsa með þessu en þeir hefðu átt að vera búnir að afhenda skipið fyrir löngu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segist ekki geta sagt til um afhendingardag að svo stöddu. „Ég vænti þess að skipið sé fullbúið, þá er ekkert að vanbúnaði en að afhenda það. Fá síðustu greiðslurnar og skipið til lands til að nýtast okkur í þessum nauðsynlegu siglingum milli lands og eyja,“ sagði Sigurður Ingi.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31 Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Samgönguráðherra segir að aukareikningur pólskrar skipasmíðastöðvar sé tilhæfulaus. 31. mars 2019 11:31
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Nýr Herjólfur sagður á lokametrunum Ganga þarf frá lokauppgjöri milli kaupanda og seljanda áður en til afhendingar kemur. 16. mars 2019 17:50
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15