Erlent

Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl

Andri Eysteinsson skrifar
Ehkrem Imamoglu, sem bar sigur úr býtum í borgarstjórakosningunum, segir að endurtalningin muni engu breyta.
Ehkrem Imamoglu, sem bar sigur úr býtum í borgarstjórakosningunum, segir að endurtalningin muni engu breyta. Getty/Anadolu Agency
Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju.

Úrslit kosninganna voru kynnt á sunnudaginn og voru á þá leið að CHP-flokkurinn sigraði í Istanbúl og tryggði sér borgarstjórastólinn með rúmum 70.000 atkvæðum.

AK- flokkur Erdogan afrýjaði niðurstöðunum í öllum 39 kjördæmum milljónaborgarinnar Istanbúl, en um 15 milljónir búa í borginni. Erdogan sjálfur komst til metorða í tyrkneskum stjórnmálum sem borgarstjóri Istanbúl á síðust öld.

Samkvæmt frétt Reuters er 70.000 atkvæða forskot Ekrem Imamoglu, borgarstjórakandídat CHP-flokksins, nú þegar orðið að 16.000 atkvæða forskoti þegar um 70% atkvæða hafa verið talin að nýju.

Bæði Imamoglu og keppinautur hans Binali Yildirim hafa hlotið yfir 4,1 milljón atkvæða og því ljóst að mjög mjótt er á munum. Imamoglu hefur þó reynt að fullvissa almenning og spekinga um að áfrýjanir og endurtalningar muni að endingu ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Hann sé réttkjörinn borgarstjóri Istanbúl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×