Kerfið gegn feðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að þegar barn kom í heiminn höfðu margir feður ríka tilhneigingu til að láta sig hverfa, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki með móðurinni. Feður upplifðu sig hugsanlega ekki nauðsynlega í veröld uppeldis, eða velkomna. Á þessu voru auðvitað veigamiklar undantekningar, en algengt var þó að feður færu í mesta lagi með börn sín niður að Tjörn aðra hverja helgi að gefa öndunum brauð. Síðan hefur komið í ljós að brauð er óhollt fyrir endur, sem voru auðvitað slæm tíðindi fyrir helgarpabbana, en sem betur hefur veröldin líka breyst. Nú heyrir það til undantekninga, fullyrði ég, að feður taki ekki ríkan þátt í uppeldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móðurinni. Nú er það orðið ákaflega algengt fyrirkomulag að börn, eftir skilnað, búi á tveimur heimilum til jafns. Viku hjá pabbanum og viku hjá mömmunni. Rannsóknir hafa líka sýnt að þetta fyrirkomulag kemur vel út fyrir börn, enda ákaflega mikilvægt – og stutt rannsóknum – að börn upplifi rík tengsl bæði við móður og föður.Þvermóðska laganna Svona getur veröldin batnað. Það hefur lengi legið fyrir að foreldrar munu ekki allir geta hugsað sér að búa saman. Það er staðreynd. Menningin sjálf, viðhorfin, hefur þokað veröldinni í þá átt, að upplýst fólk í nútímanum hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðvitað sé það ekki æskilegt að faðirinn láti sig hverfa. Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrí. En svona hugsar kerfið. Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld. Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.Lífskjarasamningarnir Eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem veröldin verður betri fyrir börn í þessari aðstöðu – og æ fleiri foreldrar sem búa ekki saman ákveða samt að ala upp börnin sín saman – verður þessi þvermóðska kerfisins sorglegri og átakanlegri. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að styðja við þessa viðleitni foreldra? Hvers vegna er það svona rosalega mikilvægt að börn, sama hvernig vindar blása, skuli alltaf búa einungis á einu heimili? Margt hangir á spýtunni. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta eru fregnir af lífskjarasamningunum svokölluðu. Það er gott að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman. Það er gott að reynt verður að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu. Ég hef hins vegar lengi haft það að sérstöku áhugamáli að leggja við hlustir þegar áhrifafólk byrjar að tala um nauðsyn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa samfélagsins og bæta kjör þeirra. Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlægur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.Lúalegur feluleikur Hverju sætir? Nóg er talað um mikilvægi þess, blessunarlega, að auðvelda fólki að standa straum af kostnaði við uppeldi barna. Það er veigamikill hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar að hækka skuli barnabætur. Ekki vantar áhugann á því að bæta kjör barnafólks. Þeim mun átakanlegri er þá hin fyrrnefnda þrjóska og þvermóðska: Ekki skal króna af þessum kjarabótum renna til þeirra foreldra – að langstærstum hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helminginn af árinu. Að áliti kerfisins er árið ennþá 1950. Þessi feður eru bara meðlagsgreiðendur. Punktur. Barnauppeldi er ekki þeirra. Spilaður er lúalegur feluleikur til þess að verja þessa fornu samfélagsmynd. Einstæðir foreldrar fá að sjálfsögðu barnabætur. En vegna þess að börn mega einungis vera skráð á einu heimili, þá eiga börn alltaf bara eitt einstætt foreldri. Aldrei tvö. Yfirleitt eru þó foreldrin tvö. Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir. Í þessum hópi er fátækasta fólk landsins. Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúðra gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun