Komum á bráðadeild Landspítalans fækkar um tíu prósent Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2019 06:15 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. vísir/anton brink Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira