Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 07:15 Nýi Herjólfur er tilbúinn í höfninni í Gdynia í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30