Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 10:42 Mengunin nálgaðist heilsuverndarmörk við Grenssástöðina klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki. Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki.
Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira