Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 15:38 Mikill hiti er að færast í umræðunni um þriðja orkupakkann. Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál til að ala á ótta og skora keilur hjá þeim hinum óupplýstu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira