Víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. apríl 2019 07:45 Hlutfallslega færri nýbyggingar voru seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. vísir/vilhelm Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Víða um land er orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. Þá voru hlutfallslega færri nýbyggingar seldar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum samanborið við janúar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að 11 prósent viðskipta á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið vegna kaupa á nýbyggingum samanborið við 16 prósent viðskipta mánuðinn á undan. Þar sem nýbyggingar eru alla jafna dýrari en eldri íbúðir gæti hlutfallslega minni sala þeirra í febrúar skýrt lækkun á vísitölu íbúðaverðs á milli mánaða. Sé hins vegar litið til svæða utan höfuðborgarsvæðisins sést að sala nýbygginga eykst, eða eins og segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs: „Það sem af er ári hafa 120 nýbyggingar verið seldar á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar seldust 276 nýjar íbúðir á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018. Á ákveðnum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins er þróunin önnur. Í febrúar voru 24% íbúðaviðskipta utan höfuðborgarsvæðisins vegna nýbygginga og það sem af er ári hafa 119 nýbyggingar selst þar, í samanburði við 83 fyrir ári síðan. Hlutfallsleg aukning varð mest í Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Þá er víða orðið hagstæðara að leigja þriggja herbergja íbúð heldur en að kaupa þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð: „Einfaldur samanburður á þróun kaup- og leiguverðs þriggja herbergja íbúða víðsvegar um land sýnir að almennt séð hefur orðið ívið hagstæðara að leigja en kaupa síðustu ár þar sem húsnæðisverð hefur hækkað hraðar en leiguverð. Á síðasta ári gaf samspil kaup- og leiguverðs til kynna að það tæki 16 ár fyrir leigugreiðslur að greiða upp kaupverð þriggja herbergja íbúðar á Akranesi og Kópavogi. Styttri tíma tæki það í Reykjanesbæ og austurhluta Reykjavíkur eða um 13 ár.“ Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gefa síðan góða mynd af ólíkri stöðu húsnæðismála: „Flest sveitarfélög landsins eru annað hvort búin að birta eða komin vel á veg með gerð húsnæðisáætlunar. Áætlanirnar gefa greinargóða mynd af stöðu húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Af þeim má m.a. sjá að á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins er þörf fyrir hentugt húsnæði fyrir tekju- og eignalága og þörf á smærri íbúðum fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig. Í öðrum sveitarfélögum eru áskoranirnar af ýmsum toga og felast meðal annars í misvægi milli byggingarkostnaðar á nýju íbúðarhúsnæði og markaðsverði þess.“Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira