Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2019 15:53 Þorsteinn segir algerlega óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann við annan mann sitji á svikráðum við þjóð sína. Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“ Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, steig í ræðupúlt þingsins eftir hádegi í dag og það var verulega þungt hljóðið í varaformanni Viðreisnar. En, þingmenn hafa í dag sem og í gær verið að ræða mál málanna, nefnilega þriðja orkupakkann. Verulega er farið að hitna í kolum vegna þess máls. Ræða Þorsteins má vera til marks um það.Óþolandi ásakanir um svikráð Þorsteinn benti á að ábyrgð þingmanna væri mikil. Þeir hefðu skuldbundið sig til að vinna að heill þjóðarinnar. Ábyrgðin sneri ekki síst að því hvernig þeir hagi störfum sínum, hvernig þeir hagi tali sínu og upplýsingagjöf til þjóðarinnar. Hann beindi þá orðum sínum að þingmönnum Miðflokksins, án þess þó að nefna þá á nafn. „Það veldur manni þess vegna alveg ólýsanlegum vonbrigðum þegar maður horfir uppá þingmenn halda hér fram slíkum rangfærslum sem haldið hefur verið fram hér um það mál sem nú er til umræðu í þinginu. Um 3. orkupakkann. Þegar umræðan loks er hafin þá kemur svo berlega í ljós hversu innistæðulausar fullyrðingarnar til þessa hafa verið. Við erum búin að sitja hér undir árásum af hálfu ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn hér í þessum sal sitji að einhvers konar svikráðum við þjóðina með að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið framselja auðlendur í hendur erlendra afla og svo fram eftir götunum,“ sagði Þorsteinn. Lítið gefið fyrir drengskaparheitið Hann bætti því að það kæmi á daginn þá er þessir sömu aðilar tækju til máls á þinginu og ræddu málið efnislega að þá væri ekki nokkur leið að rökstyðja þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram. „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessum málum. Og það er algerlega óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um að ganga á bak drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands. Að sitja hér á svikráðum við þjóðina með því að styðja við það mál sem 3. orkupakkinn snýst um. Sem í öllum einfaldleika er neytendavernd fyrir allan almenning í orkumálum.“
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent