Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 09:30 Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira