Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 11:34 Teikning af loftsteinsárekstrinum sem er talinn hafa grandað risaeðlunum. Við áreksturinn flaug ofurhitað berg yfir þúsunda kílómetra svæði og jafnvel út úr lofthjúpi jarðarinnar. Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna. Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna.
Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira