Segir mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsóknarferli stendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 12:54 Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun
Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira