Segir mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsóknarferli stendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 12:54 Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun
Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira