Skiptar skoðanir um ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 18:15 Sjórinn var í það minnsta ekki mjög hlýr við Breiðamerkursand í gær. Mynd/lovísa birgisdóttir Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Sjá meira
Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Sjá meira