Öryrkjabandalagið fær ekki stofnstyrk úr Íbúðalánasjóði Sveinn Arnarsson skrifar 20. mars 2019 06:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra breytti reglugerð í desember síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Íbúðalánasjóður hafnaði Brynju – Hússjóði ÖBÍ um stofnframlög til kaupa á íbúðum fyrir öryrkja fyrir skömmu. Sex hundruð manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna samtals 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja og eina fjögurra herbergja íbúð. Hússjóðurinn fékk neitun þar sem þetta var of dýrt að mati Íbúðalánasjóðs og takmarkaðar upphæðir í boði. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja og tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Umsókn Brynju byggir á lögum um almennar íbúðir. Markmið laganna, sem samþykkt voru 2016, er að veita tekjulágum húsnæðisöryggi og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.Garðar SverrissonÞannig var ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði, þar með talið fyrir ungt fólk, aldraða og fatlaða. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrks 5. desember síðastliðinn. Þar kemur fram að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fjármagnsins eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Garðar Sverrisson, formaður stjórnar hússjóðsins Brynju og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það skjóta skökku við að tekjulægsti hópurinn, öryrkjar, fái ekki stofnframlög að þessu leyti. „Markmið laganna er skýrt. Með lögunum á að koma til móts við tekjulága. Ætla mætti að tekjulægsti hópurinn væri þar á meðal. Við höfum því ákveðið að skoða málið frekar. Nú eru 600 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum og útilokað að nýjar umsóknir geti komið til afgreiðslu á næstu árum,“ Hússjóðurinn hefur falið lögfræðingi að kanna hvernig þetta geti samræmst lögunum sem hafa það markmið að bæta húsnæðiskost tekjulágra. Öryrkjar, sem eru ekki á vinnumarkaði, séu þar með settir í annan flokk. Greinarmunur á einstaklingum sem tilheyra þessum ólíku hópum, öryrkjum sem ekki eru á vinnumarkaði, og tekjulágum á vinnumarkaði, á sér því ekki stoð í lögum. Lögfræðingur Brynju hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira