Körfubolti

Chicago Bulls á hér eftir stærstu stigatöfluna í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finninn Lauri Markkanen er framtíðarstjarna Chicago Bulls liðsins.
Finninn Lauri Markkanen er framtíðarstjarna Chicago Bulls liðsins. AP/Nam Y. Huh
Stigatöflurnar í NBA-deildinni í körfubolta eru flestar af glæsilegri gerðinni en forráðamenn Chicago Bulls og íshokkíliðsins Chicago Blackhawks vildu gera enn betur í United Center.

United Center í Chicago hefur nefnilega ákveðið að setja upp nýja stigatöflu sem er fjórum sinnum stærri en sú gamla.

Eftir að þessi stigatafla fer upp í United Center verður hún sú stærsta í bæði NBA- og NHL-deildinni og er farinn að nálgast þær sem eru í stóru NFL-höllunum.  





Háskerpugæðin verða líka hvergi meiri og betri en í United Center og þessi nýja stigatafla mun líka bjóða upp á þann einstaka eiginleika að það er hægt að stækka hana þegar leikurinn er ekki í gangi.

Það kemur sér vel í leikmannakynningum, fyrir leik eða í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband um þessa nýju stigatöflu á heimavelli Chicago Bulls liðsins.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×