Fjórfalt meira af kókaíni í frárennslivatni í Reykjavík og miklu fleiri kókaínfíklar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:51 Valgerður Árnadóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. Vísir/Getty Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“ Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“
Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira