Dóra, Guðmundur og Bragi Valdimar í stjórn SÍA Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2019 16:33 Ný stjórn SÍA, þau Dóra Kristín Briem, formaðurinn Guðmundur H. Pálsson og Bragi Valdimar Skúlason aðsend Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA. Vistaskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Guðmundur H. Pálsson hefur tekið við formennsku í SÍA, Samtökum íslenskra auglýsingastofa. Skipun hans var ákveðin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í dag. Guðmundur tekur við formennskunni af Elínu Helgu Sveinbjörnsdóttur en með Guðmundi í stjórn setjast Bragi Valdimar Skúlason og Dóra Kristín Briem. Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá aðstandendum fundarins að honum þyki heiður að taka við embættinu, ekki síst í ljósi þess að þetta var 40. aðalfundur SÍA. „Það er merkilegt að mörg af þeim málum sem þá voru til umræðu eru enn til umræðu en önnur tökum við sem sjálfsögðum hlut. Til dæmis var það fyrsta sem félagið sameinaðist um var að mæla samræmt áhorf og lestur í fjölmiðlum til að geta birt auglýsingar á faglegan hátt. Ekki er hægt að hugsa sér auglýsingabirtingar í dag án þess að hafa mælingar á fjölmiðlum,“ segir Guðmundur.Ótæk karllægni Hann segir jafnframt að geirinn brenni í dag fyrir kynjajafnrétti, ekki síst í stjórnunarstöðum á auglýsingastofum. „Við höfum lagt okkur fram um það undanfarin ár að leiðrétta þetta og ég ætla að beita mér fyrir því að við gerum slíkt hið sama í dómnefndarstörfum fyrir Lúðurinn. Það er ófært að nánast eingöngu karlmenn séu fulltrúar stofanna í dómnefndinni enda gefur það okkur augljóslega aðeins viðhorf karlkyns auglýsingafólks ef við jöfnum ekki þar.“ Honum þyki einnig mikilvægt að standa vörð um virðingu fagsins og þess starfs sem unnið er á auglýsingastofum. „Það er mjög mikilvægt fyrir samfélagið að sú þekking og reynsla sem myndast inni á stofunum haldi áfram að vaxa. Því ef þekkingin vex ekki stöðugt þá nær Ísland ekki góðum árangri í þeim heimi sem við lifum í. Heimurinn er smám saman að verða eitt markaðssvæði og þar mun sala og markaðssetning verða ein mikilvægasta þekkingin til að halda uppi lífskjörum í landinu. Ef íslensk fyrirtæki gera ekki vel á alþjóðamarkaði verða lífskjör á Íslandi aldrei góð“, segir Guðmundur Pálsson nýr formaður SÍA.
Vistaskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira