Lokum skólum en leyfum sjúkrahús Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust er það að bera í bakkafullan lækinn að skrifa grein um myglu á Landspítalanum. En í ljósi atburða undanfarinna vikna þar sem heilu grunnskólunum er lokað eða þeir jafnvel jafnaðir við jörðu eins og í Kópavogi, vegna myglu, og veikinda nemenda og kennara í kjölfar þess, get ég ekki orða bundist. Á Landspítalanum hefur mygla sannarlega greinst mjög víða, m.a. á barna- og unglingageðdeildinni, skrifstofum lækna á Hringbraut, á kvennadeildinni og geðdeildinni svo eitthvað sé talið. Margir starfsmenn, læknar sem og aðrir, hafa fundið fyrir einkennum og veikindum sem hafa lagast þegar fólk fer í frí í nokkurn tíma. Töluvert er einnig um fjarvistir vegna mygluveikinda hjá starfsfólki spítalans en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um þann hóp sem er fjarverandi vegna myglu en ekki annarra veikinda. Því er erfitt að átta sig á umfangi vandans. Nokkrir starfsmenn hafa þurft að hætta vegna veikindanna og finna sér aðra vinnu í heilsusamlegra umhverfi. Hversu margir þeir eru vitum við samt ekki. Einnig er hreinlega ómögulegt að vita hvaða sjúklingar sem hafa þurft að leita til Landspítalans eftir þjónustu hafa fundið fyrir óþægindum eða veikst. Mjög erfitt er að verða sér úti um þá tölfræði. Það sem er þó öllu alvarlegra er að í mörgum af þeim byggingum sem eiga að standa áfram, þó nýi meðferðarkjarninn sé að rísa, og nýtast í starfi sjúkrahússins í framtíðinni, hefur greinst mygla og starfsfólk verið frá vegna veikinda. Þar er mín deild á meðal og finnst mér því nauðsynlegt að uppfræða fólk um að þar sem þungaðar konur mæta í sónarskoðun og mæðravernd hefur greinst mygla. Starfsfólk kvennadeildar hefur verið frá í lengri tíma og jafnvel þurft að skipta um starfsvettvang vegna þessa sem er nú ekki auðvelt á okkar litla landi þar sem fáir valkostir eru fyrir hendi. Viljum við Íslendingar taka á móti nýjum þjóðfélagsþegnum í mygluhúsnæði? Ættum við ekki heldur að vilja að börnin okkar fæðist í sem heilbrigðasta og besta húsnæði sem í boði er? Hvernig stendur á því að þetta nýja vandamál 21. aldarinnar er eitthvað sem ekki má ræða og margir vilja helst sópa undir teppi? Ég vil hvetja stjórnvöld til að opna þessa umræðu, greina vandann og bregðast strax við. Það kostar auðvitað fjármagn en það kostar líka fjármagn að hafa hámenntað fólk heima sem gæti annars unnið sína vinnu. Það er í raun ábyrgðarleysi gagnvart mannauði okkar þjóðar að bjóða fæðandi konum og öðrum skjólstæðingum Landspítalans upp á heilsuspillandi mygluhúsnæði. Ef skólum er lokað og þeim rutt um koll hvað á þá að gera við heilbrigðisstofnun eins og Landspítalann, landsins stærsta vinnustað sem allir landsmenn þurfa að geta reitt sig á þegar eitthvað bjátar á?Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun