Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 13:03 Katrín Jakobsdóttir í Brussel. Vísir/Stjónarráðið Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. Hún dregur þó í efa að Breta langi inn í EES en segir þá þurfa að ákveða sig fyrst. Þá segir hún EES samninginn hafa reynst Íslendingum vel. Katrín er stödd í Brussel þar sem verið er að halda upp á 25 ára afmæli EES-samningsins og var henni boðið á fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrir fundinn átti forsætisráðherra morgunverðarfund með forsætisráðherrum Liechtensteins og Noregs áður en haldið var á leiðtogafundinn. Að loknum leiðtogafundinum fluttu forsætisráðherrarnir stutt ávörp og veittu fjölmiðlum viðtöl. Blaðamaður Guardian spurði hana út í hvort EFTA-ríkin væru tilbúin til viðræðna við Breta.„Ég held að Bretar sjálfir þurfi að hugsa um þann möguleika. Hvort þeir vilji það. Miðað við það sem ég hef lesið um umræðuna í Bretlandi eru þeir einnig mjög gagnrýnir á hluta EEA samkomulagsins, sem EFTA ríkin eru aðilar að. Þannig að ég veit ekki hvort það sé lausnin sem Bretar eru að leita að,“ sagði Katrín. „Augljóslega myndum við tala um það við Breta með glöðu geði, ef það er eitthvað sem Bretar vilja tala um.“ EFTA-ríkin eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Sviss er þó ekki aðili að EES samningnum. Í ávarpi sínu sagði Katrín að heil kynslóð Íslendinga gangi út frá því að hægt sé að vinna, ferðast, búa og læra hver sem er á evrópska efnahagssvæðinu. Það þurfi ekki að nefna hve miklu það skipti litla eyþjóð eins og Íslendinga. Katrín sagði samninginn hafa reynst íslensku efnahagslífi mikilvægur. „Það er mjög ánægjulegt að fá að fagna afmæli samningsins með leiðtogum ríkja ESB. EES-samningurinn veitir okkur enn fremur tækifæri að eiga samtal um mikilvæg alþjóðamál svo sem loftslags- og mannréttindamál, sem er ekki vanþörf á í ljósi þróunar heimsmála.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira