Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 19:15 Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira