Hvalir gegn loftslagsbreytingum! Amanda Cortes skrifar 22. mars 2019 09:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Sjálfstæðismaður hefur samþykkt veiðar á langreyðum og hrefnum til og með ársins 2023. Hann var einn um að taka þá ákvörðun, án nokkurra kosninga eða samráðs við almenning, og var ákvörðunin meðal annars byggð á hagfræðiskýrslu sem sjávarútvegsráðherrann greiddi fyrir og var skýrslan gagnrýnd harðlega af vísindasamfélaginu. Aðalhöfundur skýrslunnar er fyrrverandi þingframbjóðandi, hagfræðingur (ekki náttúru-, lífvísinda-, sjávarlífs- eða vistfræðingur) og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem enn veiðir langreyðar og hlaut fyrir það Frelsisverðlaun frá Ungum Sjálfstæðismönnum í október 2018. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu- og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum þar sem kveðið er á að hvalskurður skuli fara fram um leið og hvalur er kominn í land og að skurðflöturinn skuli vera innandyra. Kristján Loftsson sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristjáni Júlíussyni tölvupóst þar sem hann biður hann um að ákvæði í reglugerð, sem krefst þess að hvalurinn sé bútaður innandyra, verði tekið út. Nokkrum mánuðum seinna skrifar ráðherra undir breytinguna. Breytingin kom sér einkar vel fyrir Hval hf., þar sem reglum um hvalskurð hafði aldrei verið fylgt. En til hvers er enn verið að veiða hvali? Hvalir eru skynverur sem finna til, ná REM svefni og nota bergmálsmiðlun til þess að veiða og eiga samskipti sín á milli. Kálfar langreyða eru með mæðrum sínum fyrsta ár lífs þeirra og geta fullorðnar langreyðar orðið 25-27m að lengd. Árið 2018 voru 144 langreyðar drepnar (auk tveggja blendingshvala), en þó nokkrar þeirra voru kálfafullar. Mynd af fóstri sem dregið var í burtu eftir að það hafði dottið úr líkama móður sinnar við skurð er brennimerkt í huga minn. Skýrsla sem norsk yfirvöld sendu Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) sýndi fram á að næstum 20% af þeim hvölum sem skotnir voru með penþrít sprengiskutli hafi þjáðst í um 6-25 mínútur eftir skot þar til þeir deyja að lokum. Lítið er af íslenskum gögnum um dánartíma hrefnu, en gögn frá 50 langreyðum af þeim 137 sem veiddar voru árið 2014 sýndu að 42 langreyðar dóu samstundis (innan 10 sekúndna frá skoti), 8 langreyðar þurfti að skjóta í annað sinn og var meðal tími frá skoti þar til þær deyja um 8 mínútur. Ein langreyðin var 15 mínútur að deyja. Ljóst er að hvalveiðar eru langt frá því að vera mannúðlegar og deyja margir hvalirnir hægum og þjáningarfullum dauðdaga. En til hvers er enn verið að veiða hvali? Ríkisstjórnin kynnti fyrirhugaðar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í september 2018 í tilefni af hlutdeild Íslands í Parísasáttmálanum. Tvær helstu aðgerðirnar sem farið verður í til þess að draga úr loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 hljóða svona: 1. Að trappa niður og loks hætta notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum, og 2. Að auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og skógræktun. Höfin eru helstu kolefnisviðtakar jarðarinnar, sem þýðir að höfin draga í sig og varðveita mest af því kolefni sem losað er í andrúmsloftið af öllum kolefnisviðtökum. Við búum á eyju þar sem því miður er skortur á skóglendi og ein af stærstu aðgerðunum gegn loftslagsbreytingum felst í því að auka kolefnisbindingu með skógræktun fyrir 2030, án þess að íhuga að vernda íslensk vistkerfi sjávar. Nýrri rannsóknir sýna að hvalir spila stórt hlutverk í vistkerfi sjávar, hvernig stendur á því? Plöntusvif eru pínulitlar sjávarplöntur sem þrífast á yfirburði sjávar og eru grunnur alls lífs í sjónum. Líkt og aðrar plöntur þá þurfa plöntusvif á ljósi, vatni, kolefnum og næringarefnum að halda til þess að vaxa og dafna. Með því að kafa og synda aftur að yfirborði sjávar til skiptis, með því að ferðast heimshorna á milli og með því að kúka við yfirborð sjávar þá dreifa hvalir mikilvægum næringarefnum og ýta þannig undir vöxt plöntusvifs. Hvalir eru einnig gífurlega stór spendýr og þegar þeir deyja þá fellur allt þetta kolefni niður á hafsbotn sem veitir fjölda djúpsjávartegunda næringu. Hvalir auka þannig líffræðilega fjölbreytni, frumfjölgun sjávarlífvera og lífmassa í vistkerfum sjávar, auk þess að varðveita kolefni. Helstu rök hagfræðiskýrslunnar sem um ræðir gengu út á afrán hvala, eða hversu mikinn fisk þeir borða. Mikið hefur verið rætt um minnkun loðnustofna. Þar sem hvalir búa yfir þeim eiginleika að ýta undir líffræðilega fjölbreytni og frumfjölgun má einnig áætla að fleiri hvalir leiði af sér í raun að meira verði af fiski. Í dag er staðan þannig að margir fiskistofnar eru í hættu en ástæðan er ekki afrán hvala heldur ofveiði, en Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90% fiskistofna séu ofveiddir.En hættan er einnig vegna loftslagsbreytinga. Sem dæmi má nefna að sýnt hefur verið fram á að þeir þættir sem takmarka dreifingu og flutning fullvaxinnar loðnu á milli svæða séu hitabreytingar og breytingar í dreifingu plöntusvifs vegna hitabreytinga (G.A. Rose; Capelin ( Mallotus villosus ) distribution and climate: a sea “canary” for marine ecosystem change , ICES Journal of Marine Science, Volume 62, Issue 7, 1 January 2005, Pages 1524–1530, ). Loðna bregst hratt við breytingum í umhverfinu og eru því í raun fyrirboðar hafsins um breytingar sem geta einnig haft áhrif á aðrar tegundir og vistkerfi. Hví er því enn verið að veiða hvali? Hrefna er seld innanlands en neysla hvalkjöts er ekki samkvæmt íslenski hefð, þó reynt sé að halda því fram við ferðamenn. Skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi árið 2016 sýndi að aðeins 1,5% íslendinga borði hvalkjöt reglulega, og 81% íslendinga borði aldrei hvalkjöt. Mest allt hrefnu kjöt er selt á veitingstöðum til ferðamanna, en flestar skoðanakannanir sýna fram á að meira en 80% af ferðamönnum eru á móti hvalveiðum. Einungis eitt fyrirtæki var enn að veiða hrefnur, þar til seinasta sumar. Stækkun á friðarsvæði hvala í Faxaflóa leiddi til þess að hætt var hrefnuveiðum eftir að einungis 6 hrefnur höfðu verið veiddar Einnig sýndi könnun á vegum MMR síðan 2018 að 34% Íslendinga eru hlynnt hvalveiðum (samanber 60% árið 2013) og eru 34% Íslendinga gegn hvalveiðum (samanber 18% árið 2013). Helstu ástæðurnar fyrir aukinni afstöðu gegn hvalveiðum voru mikilvægi ferðamannaiðnaðarins og hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Lifandi hvalur er mun meira virði en dáinn hvalur. Hvalveiðifyrirtæki þéna um 1 milljón krónur fyrir hverja veidda hrefnu. Hvalskoðunarfyrirtæki þéna hinsvegar svipaða fjárhæð fyrir einungis eina hvalskoðunarferð með 125 gestum. Hvalur hf. veitir um 150 manns starf yfir veiðitímabilið (maí-september) en hvalskoðunarfyrirtækin veita um 400 manns störf yfir sumartímann og 150 manns starfa allt árið um kring. Meira en 80% af kjöti langreyða fer í útflutning. En eru nokkrir markaðir eftir þar sem hægt er að selja hvalkjöt, og er Japan stærsti markaðurinn. En jafnvel sá markaður er ekki sérstaklega arðbær fyrir Ísland, þar sem það er nær ómögulegt að flytja hvalkjöt til Japan vegna alþjóðlegrar veiðistöðvunar á hvölum í atvinnuskyni. Auk þess hóf Japan nýlega hvalveiðar í atvinnuskyni, hví myndu Japanir þá flytja inn íslenskt hvalkjöt? Og auk þess hefur Hvalur hf. ekki rekið starfsemi sína í gróða í einhvern tíma (IWC skýrsla, 2018). Komið hefur upp að hvalkjöt frá bæði Íslandi og Noregi á leið til Japans hafi verið hafnað vegna skaðlegs magns skordýraeiturs í kjötinu, en slíkt brýtur í bága við heilbrigðisreglur sem ríkisstjórn Japans hefur sett. Bæði Noregur og Ísland hafa kvartað undan því að erfitt sé að mæla mengunarefni í kjötinu sem standast kröfur japanska markaðsins, en hvalir eru stór dýr sem geta lifað ansi lengi , og safnast eiturefni fyrir í fituvefjum þeirra hægt og rólega yfir ævina. Hvalir, líkt og flestar sjávarlífverur í dag, eru nú þegar undir miklum þrýstingi af manna völdum. Meðal annars vegna plast-, efna-og hljóðmengunar, sem meðafli þegar aðrar tegundir eru veiddar en á við, samgangna á hafi, ofveiði, taps á híbýlum og að sjálfsögðu vegna loftslagsbreytinga. Hvalveiðar eru bein árás á vistkerfi sjávar, sem er nú þegar í viðkvæmu ástandi. Í ljósi þessara þátta þá hefur hlutverk alþjóðlegrar veiðistöðvunar á hvalveiðum til að gefa hvalastofnum tækifæri til að jafna sig sjaldan verið jafn mikilvægt og nú. Það er meðal annars vegna þessa að við ásamt öðrum samtökum höfum ákveðið að lýsa yfir andstöðu okkar við hvalveiðar á Íslandi. Friðsamleg mótmæli verða haldin þann 24.mars fyrir utan Alþingishúsið í Reykjavík á milli 12:00 og 13:00. Okkar markmið er að sjálfsögðu að fá sem flesta á mótmælin og skapa umræðu til þess að ráðamenn átti sig á því að þetta er viðfangsefni sem skiptir okkur öll miklu máli og hefur áhrif á alla. Það þarf að hafa hátt fyrir þá sem ekki geta látið heyra í sér. Fyrir höfin, fyrir okkur!Skrifað fyrir hönd Íslandskafla Sea Shepherd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Sjálfstæðismaður hefur samþykkt veiðar á langreyðum og hrefnum til og með ársins 2023. Hann var einn um að taka þá ákvörðun, án nokkurra kosninga eða samráðs við almenning, og var ákvörðunin meðal annars byggð á hagfræðiskýrslu sem sjávarútvegsráðherrann greiddi fyrir og var skýrslan gagnrýnd harðlega af vísindasamfélaginu. Aðalhöfundur skýrslunnar er fyrrverandi þingframbjóðandi, hagfræðingur (ekki náttúru-, lífvísinda-, sjávarlífs- eða vistfræðingur) og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Suðurkjördæmi. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem enn veiðir langreyðar og hlaut fyrir það Frelsisverðlaun frá Ungum Sjálfstæðismönnum í október 2018. Árið 2009 tók gildi reglugerð um vinnslu- og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum þar sem kveðið er á að hvalskurður skuli fara fram um leið og hvalur er kominn í land og að skurðflöturinn skuli vera innandyra. Kristján Loftsson sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristjáni Júlíussyni tölvupóst þar sem hann biður hann um að ákvæði í reglugerð, sem krefst þess að hvalurinn sé bútaður innandyra, verði tekið út. Nokkrum mánuðum seinna skrifar ráðherra undir breytinguna. Breytingin kom sér einkar vel fyrir Hval hf., þar sem reglum um hvalskurð hafði aldrei verið fylgt. En til hvers er enn verið að veiða hvali? Hvalir eru skynverur sem finna til, ná REM svefni og nota bergmálsmiðlun til þess að veiða og eiga samskipti sín á milli. Kálfar langreyða eru með mæðrum sínum fyrsta ár lífs þeirra og geta fullorðnar langreyðar orðið 25-27m að lengd. Árið 2018 voru 144 langreyðar drepnar (auk tveggja blendingshvala), en þó nokkrar þeirra voru kálfafullar. Mynd af fóstri sem dregið var í burtu eftir að það hafði dottið úr líkama móður sinnar við skurð er brennimerkt í huga minn. Skýrsla sem norsk yfirvöld sendu Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) sýndi fram á að næstum 20% af þeim hvölum sem skotnir voru með penþrít sprengiskutli hafi þjáðst í um 6-25 mínútur eftir skot þar til þeir deyja að lokum. Lítið er af íslenskum gögnum um dánartíma hrefnu, en gögn frá 50 langreyðum af þeim 137 sem veiddar voru árið 2014 sýndu að 42 langreyðar dóu samstundis (innan 10 sekúndna frá skoti), 8 langreyðar þurfti að skjóta í annað sinn og var meðal tími frá skoti þar til þær deyja um 8 mínútur. Ein langreyðin var 15 mínútur að deyja. Ljóst er að hvalveiðar eru langt frá því að vera mannúðlegar og deyja margir hvalirnir hægum og þjáningarfullum dauðdaga. En til hvers er enn verið að veiða hvali? Ríkisstjórnin kynnti fyrirhugaðar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í september 2018 í tilefni af hlutdeild Íslands í Parísasáttmálanum. Tvær helstu aðgerðirnar sem farið verður í til þess að draga úr loftslagsbreytingum fyrir árið 2030 hljóða svona: 1. Að trappa niður og loks hætta notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum, og 2. Að auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og skógræktun. Höfin eru helstu kolefnisviðtakar jarðarinnar, sem þýðir að höfin draga í sig og varðveita mest af því kolefni sem losað er í andrúmsloftið af öllum kolefnisviðtökum. Við búum á eyju þar sem því miður er skortur á skóglendi og ein af stærstu aðgerðunum gegn loftslagsbreytingum felst í því að auka kolefnisbindingu með skógræktun fyrir 2030, án þess að íhuga að vernda íslensk vistkerfi sjávar. Nýrri rannsóknir sýna að hvalir spila stórt hlutverk í vistkerfi sjávar, hvernig stendur á því? Plöntusvif eru pínulitlar sjávarplöntur sem þrífast á yfirburði sjávar og eru grunnur alls lífs í sjónum. Líkt og aðrar plöntur þá þurfa plöntusvif á ljósi, vatni, kolefnum og næringarefnum að halda til þess að vaxa og dafna. Með því að kafa og synda aftur að yfirborði sjávar til skiptis, með því að ferðast heimshorna á milli og með því að kúka við yfirborð sjávar þá dreifa hvalir mikilvægum næringarefnum og ýta þannig undir vöxt plöntusvifs. Hvalir eru einnig gífurlega stór spendýr og þegar þeir deyja þá fellur allt þetta kolefni niður á hafsbotn sem veitir fjölda djúpsjávartegunda næringu. Hvalir auka þannig líffræðilega fjölbreytni, frumfjölgun sjávarlífvera og lífmassa í vistkerfum sjávar, auk þess að varðveita kolefni. Helstu rök hagfræðiskýrslunnar sem um ræðir gengu út á afrán hvala, eða hversu mikinn fisk þeir borða. Mikið hefur verið rætt um minnkun loðnustofna. Þar sem hvalir búa yfir þeim eiginleika að ýta undir líffræðilega fjölbreytni og frumfjölgun má einnig áætla að fleiri hvalir leiði af sér í raun að meira verði af fiski. Í dag er staðan þannig að margir fiskistofnar eru í hættu en ástæðan er ekki afrán hvala heldur ofveiði, en Sameinuðu þjóðirnar áætla að 90% fiskistofna séu ofveiddir.En hættan er einnig vegna loftslagsbreytinga. Sem dæmi má nefna að sýnt hefur verið fram á að þeir þættir sem takmarka dreifingu og flutning fullvaxinnar loðnu á milli svæða séu hitabreytingar og breytingar í dreifingu plöntusvifs vegna hitabreytinga (G.A. Rose; Capelin ( Mallotus villosus ) distribution and climate: a sea “canary” for marine ecosystem change , ICES Journal of Marine Science, Volume 62, Issue 7, 1 January 2005, Pages 1524–1530, ). Loðna bregst hratt við breytingum í umhverfinu og eru því í raun fyrirboðar hafsins um breytingar sem geta einnig haft áhrif á aðrar tegundir og vistkerfi. Hví er því enn verið að veiða hvali? Hrefna er seld innanlands en neysla hvalkjöts er ekki samkvæmt íslenski hefð, þó reynt sé að halda því fram við ferðamenn. Skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi árið 2016 sýndi að aðeins 1,5% íslendinga borði hvalkjöt reglulega, og 81% íslendinga borði aldrei hvalkjöt. Mest allt hrefnu kjöt er selt á veitingstöðum til ferðamanna, en flestar skoðanakannanir sýna fram á að meira en 80% af ferðamönnum eru á móti hvalveiðum. Einungis eitt fyrirtæki var enn að veiða hrefnur, þar til seinasta sumar. Stækkun á friðarsvæði hvala í Faxaflóa leiddi til þess að hætt var hrefnuveiðum eftir að einungis 6 hrefnur höfðu verið veiddar Einnig sýndi könnun á vegum MMR síðan 2018 að 34% Íslendinga eru hlynnt hvalveiðum (samanber 60% árið 2013) og eru 34% Íslendinga gegn hvalveiðum (samanber 18% árið 2013). Helstu ástæðurnar fyrir aukinni afstöðu gegn hvalveiðum voru mikilvægi ferðamannaiðnaðarins og hvalaskoðunarfyrirtækjanna. Lifandi hvalur er mun meira virði en dáinn hvalur. Hvalveiðifyrirtæki þéna um 1 milljón krónur fyrir hverja veidda hrefnu. Hvalskoðunarfyrirtæki þéna hinsvegar svipaða fjárhæð fyrir einungis eina hvalskoðunarferð með 125 gestum. Hvalur hf. veitir um 150 manns starf yfir veiðitímabilið (maí-september) en hvalskoðunarfyrirtækin veita um 400 manns störf yfir sumartímann og 150 manns starfa allt árið um kring. Meira en 80% af kjöti langreyða fer í útflutning. En eru nokkrir markaðir eftir þar sem hægt er að selja hvalkjöt, og er Japan stærsti markaðurinn. En jafnvel sá markaður er ekki sérstaklega arðbær fyrir Ísland, þar sem það er nær ómögulegt að flytja hvalkjöt til Japan vegna alþjóðlegrar veiðistöðvunar á hvölum í atvinnuskyni. Auk þess hóf Japan nýlega hvalveiðar í atvinnuskyni, hví myndu Japanir þá flytja inn íslenskt hvalkjöt? Og auk þess hefur Hvalur hf. ekki rekið starfsemi sína í gróða í einhvern tíma (IWC skýrsla, 2018). Komið hefur upp að hvalkjöt frá bæði Íslandi og Noregi á leið til Japans hafi verið hafnað vegna skaðlegs magns skordýraeiturs í kjötinu, en slíkt brýtur í bága við heilbrigðisreglur sem ríkisstjórn Japans hefur sett. Bæði Noregur og Ísland hafa kvartað undan því að erfitt sé að mæla mengunarefni í kjötinu sem standast kröfur japanska markaðsins, en hvalir eru stór dýr sem geta lifað ansi lengi , og safnast eiturefni fyrir í fituvefjum þeirra hægt og rólega yfir ævina. Hvalir, líkt og flestar sjávarlífverur í dag, eru nú þegar undir miklum þrýstingi af manna völdum. Meðal annars vegna plast-, efna-og hljóðmengunar, sem meðafli þegar aðrar tegundir eru veiddar en á við, samgangna á hafi, ofveiði, taps á híbýlum og að sjálfsögðu vegna loftslagsbreytinga. Hvalveiðar eru bein árás á vistkerfi sjávar, sem er nú þegar í viðkvæmu ástandi. Í ljósi þessara þátta þá hefur hlutverk alþjóðlegrar veiðistöðvunar á hvalveiðum til að gefa hvalastofnum tækifæri til að jafna sig sjaldan verið jafn mikilvægt og nú. Það er meðal annars vegna þessa að við ásamt öðrum samtökum höfum ákveðið að lýsa yfir andstöðu okkar við hvalveiðar á Íslandi. Friðsamleg mótmæli verða haldin þann 24.mars fyrir utan Alþingishúsið í Reykjavík á milli 12:00 og 13:00. Okkar markmið er að sjálfsögðu að fá sem flesta á mótmælin og skapa umræðu til þess að ráðamenn átti sig á því að þetta er viðfangsefni sem skiptir okkur öll miklu máli og hefur áhrif á alla. Það þarf að hafa hátt fyrir þá sem ekki geta látið heyra í sér. Fyrir höfin, fyrir okkur!Skrifað fyrir hönd Íslandskafla Sea Shepherd.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun