Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Sigurður Mikael Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. mars 2019 08:30 Frá upphafi göngu nemenda við Hagaskóla í gær vísir/vilhelm Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48