Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 09:20 Landsréttur. Vísir/Hanna Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira