Hafa ekki tapað leik í undankeppni í áratug Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2019 11:00 Sterling skoraði sína fyrstu þrennu fyrir enska landsliðið í gær. vísir/getty England fékk draumabyrjun í undankeppni EM 2020 þegar liðið rúllaði yfir Tékkland, 5-0, á Wembley í gær. Raheem Sterling skoraði þrennu í leiknum og Harry Kane eitt mark auk þess sem Tomás Kalas, varnarmaður Tékka, skoraði sjálfsmark. Enska landsliðið er taplaust í síðustu 40 leikjum sínum í undankeppnum EM og HM. Síðasta tap Englendinga í undankeppni kom gegn Úkraínumönnum, 1-0, í október 2009. Það var eina tap Englands í undankeppni HM 2010. Liðið vann hina níu leikina með markatölunni 34-5. Síðan England missti af sæti á EM 2008 eftir 2-3 tap fyrir Króatíu á Wembley haustið 2007 hefur liðið aðeins tapað einum af 49 leikjum sínum í undankeppum. England hefur unnið 39 leiki og gert níu jafntefli. Í síðustu fimm undankeppnum hefur England unnið sinn riðil og miðað við leikinn í gær er ekki ólíklegt að enska liðið vinni sinn riðil í undankeppni í sjötta sinn í röð. England vann m.a. sinn riðil í undankeppni EM 2016 með fullu húsi stiga. Á mánudaginn mætir England Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020. Auk Englands, Svartfjallalands og Tékklands eru Búlgaría og Kósovó í riðlinum. Tvö efstu liðin komast beint inn á EM. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þrenna Sterling kafsigldi Tékkum Enska landsliðið byrjaði undankeppni EM 2020 með látum á Wembley í kvöld þar sem Tékkar voru í heimsókn. 22. mars 2019 22:45 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
England fékk draumabyrjun í undankeppni EM 2020 þegar liðið rúllaði yfir Tékkland, 5-0, á Wembley í gær. Raheem Sterling skoraði þrennu í leiknum og Harry Kane eitt mark auk þess sem Tomás Kalas, varnarmaður Tékka, skoraði sjálfsmark. Enska landsliðið er taplaust í síðustu 40 leikjum sínum í undankeppnum EM og HM. Síðasta tap Englendinga í undankeppni kom gegn Úkraínumönnum, 1-0, í október 2009. Það var eina tap Englands í undankeppni HM 2010. Liðið vann hina níu leikina með markatölunni 34-5. Síðan England missti af sæti á EM 2008 eftir 2-3 tap fyrir Króatíu á Wembley haustið 2007 hefur liðið aðeins tapað einum af 49 leikjum sínum í undankeppum. England hefur unnið 39 leiki og gert níu jafntefli. Í síðustu fimm undankeppnum hefur England unnið sinn riðil og miðað við leikinn í gær er ekki ólíklegt að enska liðið vinni sinn riðil í undankeppni í sjötta sinn í röð. England vann m.a. sinn riðil í undankeppni EM 2016 með fullu húsi stiga. Á mánudaginn mætir England Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020. Auk Englands, Svartfjallalands og Tékklands eru Búlgaría og Kósovó í riðlinum. Tvö efstu liðin komast beint inn á EM.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Þrenna Sterling kafsigldi Tékkum Enska landsliðið byrjaði undankeppni EM 2020 með látum á Wembley í kvöld þar sem Tékkar voru í heimsókn. 22. mars 2019 22:45 Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
Þrenna Sterling kafsigldi Tékkum Enska landsliðið byrjaði undankeppni EM 2020 með látum á Wembley í kvöld þar sem Tékkar voru í heimsókn. 22. mars 2019 22:45