„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2019 13:00 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Það hafi ekki truflað hann en það truflaði marga og segist Brynjar ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá mótmælendunum ef þeir hafi ætlað að ná einhverjum árangri og fá fólk í lið með sér. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Brynjar, Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddu mótmæli hælisleitenda á Austurvelli, orðræðu í garð þeirra og fleira tengt útlendingamálum hér á landi.Of mikið gert úr umræðunni Töluvert hefur verið um neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda undanfarið eins og kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins. Brynjar sagði að sér þætti of mikið gert úr þeirri umræðu. Ísland væri eitt opnasta samfélag í Evrópu og það væri ekkert að því að menn mótmæli. „Þetta voru fámenn mótmæli, skipulögð af íslensku No Borders-fólki greinilega og fólk á bara rétt á að mótmæla. Menn mega alveg vita það að þetta er viðkvæmt og um leið og menn fara að hengja eitthvað á Jón Sigurðsson, ég held að það hafi ekki verið gott ráð hjá þeim að gera það. Ekki það að hún hefur oft verið klædd í eitthvað áður og truflar mig í sjálfu sér ekki en truflar samt marga. Þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá þeim ef þau ætla að ná einhverjum árangri fá fólk með sér og annað slíkt. En fólk verður bara að gera þetta eins og því sýnist. Það er réttur þeirra og þá er bara spurning hvort það geri gagn fyrir þau,“ sagði Brynjar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/GVAGagnrýnin komin fram áður en spjöldin voru hengd á styttuna Hanna Katrín tók undir með Brynjari varðandi það íslenskt samfélag væri með þeim opnari og frjálslyndari í heiminum. Kannski þess vegna væri fólk á varðbergi gagnvart ytri merkjum þess að það væri að breytast. Þá væru friðsöm mótmæli eitt af kennileitum opins samfélags. „Ég held að við séum á mjög rangri för ef við ætlum að fara að flokka niður hverjir mega mótmæla og hverjir ekki frekar en hvernig mótmælin eru. Það má vel vera að þessi pappaspjöld eða hvað þetta nú var sem fór á styttuna hafi velt einhverjum steinum hjá einhverjum. En gagnrýnin var nú alveg komin samt annars vegar á tjaldið á grasflötina, skítinn og guð má vita hvað. Þannig að þó að styttan hefði sloppið við pappaspjaldið þá hefði það ekkert þaggað niður í þessum mótmælum. Þetta kannski kristallaðist aðeins þar,“ sagði Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í síðustu viku þar sem meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum var til umfjöllunar.vísir/vilhelmViðbrögð lögreglu skipti máli fyrir viðbrögð almennings Rósa Björk benti á að það skipti líka máli hvernig lögreglan bregst við. Þegar lögreglan taki til varna á ákveðinn hátt eða beiti þeim aðferðum sem hún gerði við mótmæli hælisleitenda þá votti það ákveðin viðbrögð hjá almenningi. „Lögreglan nýtur 90 prósent trausts hjá þjóðinni og það að lögreglan hafi beitt í fyrsta skipti frá árinu 2009 piparúða, og þessi viðbrögð lögreglunnar eins og við sáum öll á myndum, það er líka svo alvarlegt þegar það kemur að því að votta ákveðin viðbrögð hjá almenningi. Ég held að það sé alveg rétt að það hafi alltaf verið undirliggjandi rasismi á Íslandi eins og annars staðar. Ég held við getum bara leyft okkur að fullyrða það. En að tala svona alvarlega og með þessum hætti opinberlega það er eitthvað svolítið nýtt og þetta er kannski ljótara og grófara sem við höfum áður séð,“ sagði Rósa Björk. Umræða þingmannanna í Sprengisandi var í tveimur hlutum. Fyrri helming umræðunnar má heyra í spilaranum efst í fréttinni og síðari hlutann í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Hælisleitendur Sprengisandur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Það hafi ekki truflað hann en það truflaði marga og segist Brynjar ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá mótmælendunum ef þeir hafi ætlað að ná einhverjum árangri og fá fólk í lið með sér. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem Brynjar, Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddu mótmæli hælisleitenda á Austurvelli, orðræðu í garð þeirra og fleira tengt útlendingamálum hér á landi.Of mikið gert úr umræðunni Töluvert hefur verið um neikvæðar athugasemdir í garð hælisleitenda og mótmælenda undanfarið eins og kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins. Brynjar sagði að sér þætti of mikið gert úr þeirri umræðu. Ísland væri eitt opnasta samfélag í Evrópu og það væri ekkert að því að menn mótmæli. „Þetta voru fámenn mótmæli, skipulögð af íslensku No Borders-fólki greinilega og fólk á bara rétt á að mótmæla. Menn mega alveg vita það að þetta er viðkvæmt og um leið og menn fara að hengja eitthvað á Jón Sigurðsson, ég held að það hafi ekki verið gott ráð hjá þeim að gera það. Ekki það að hún hefur oft verið klædd í eitthvað áður og truflar mig í sjálfu sér ekki en truflar samt marga. Þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi verið sniðugt hjá þeim ef þau ætla að ná einhverjum árangri fá fólk með sér og annað slíkt. En fólk verður bara að gera þetta eins og því sýnist. Það er réttur þeirra og þá er bara spurning hvort það geri gagn fyrir þau,“ sagði Brynjar.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/GVAGagnrýnin komin fram áður en spjöldin voru hengd á styttuna Hanna Katrín tók undir með Brynjari varðandi það íslenskt samfélag væri með þeim opnari og frjálslyndari í heiminum. Kannski þess vegna væri fólk á varðbergi gagnvart ytri merkjum þess að það væri að breytast. Þá væru friðsöm mótmæli eitt af kennileitum opins samfélags. „Ég held að við séum á mjög rangri för ef við ætlum að fara að flokka niður hverjir mega mótmæla og hverjir ekki frekar en hvernig mótmælin eru. Það má vel vera að þessi pappaspjöld eða hvað þetta nú var sem fór á styttuna hafi velt einhverjum steinum hjá einhverjum. En gagnrýnin var nú alveg komin samt annars vegar á tjaldið á grasflötina, skítinn og guð má vita hvað. Þannig að þó að styttan hefði sloppið við pappaspjaldið þá hefði það ekkert þaggað niður í þessum mótmælum. Þetta kannski kristallaðist aðeins þar,“ sagði Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í síðustu viku þar sem meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum var til umfjöllunar.vísir/vilhelmViðbrögð lögreglu skipti máli fyrir viðbrögð almennings Rósa Björk benti á að það skipti líka máli hvernig lögreglan bregst við. Þegar lögreglan taki til varna á ákveðinn hátt eða beiti þeim aðferðum sem hún gerði við mótmæli hælisleitenda þá votti það ákveðin viðbrögð hjá almenningi. „Lögreglan nýtur 90 prósent trausts hjá þjóðinni og það að lögreglan hafi beitt í fyrsta skipti frá árinu 2009 piparúða, og þessi viðbrögð lögreglunnar eins og við sáum öll á myndum, það er líka svo alvarlegt þegar það kemur að því að votta ákveðin viðbrögð hjá almenningi. Ég held að það sé alveg rétt að það hafi alltaf verið undirliggjandi rasismi á Íslandi eins og annars staðar. Ég held við getum bara leyft okkur að fullyrða það. En að tala svona alvarlega og með þessum hætti opinberlega það er eitthvað svolítið nýtt og þetta er kannski ljótara og grófara sem við höfum áður séð,“ sagði Rósa Björk. Umræða þingmannanna í Sprengisandi var í tveimur hlutum. Fyrri helming umræðunnar má heyra í spilaranum efst í fréttinni og síðari hlutann í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Hælisleitendur Sprengisandur Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20