Einar um dómgæsluna í deildinni: „Ég hélt að Spaugstofan væri hætt“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 24. mars 2019 21:47 Það sauð á Einari í leikslok vísir/vilhelm Grótta tapaði fyrir Stjörnunni með þremur mörkum, 30-27, í Olísdeild karla í kvöld. „Varnarlega erum við bara ekki nógu öflugir í seinni hálfleik. Við réðum engan við Garðar inni á línunni til dæmis. Hann átti frábæran leik og við bara fundum ekki lausnir á því. Ég veit ekki hvað hann skoraði mikið en það var allavega alltof mikið. Fyrst og fremst var það lélegur varnarleikur sem fór illa með okkur. Auðvitað eru einhver hökkt sóknarlega líka en það er eitthvað sem maður er orðin tiltölulega vanur,” sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir leik kvöldsins. Grótta vann fyrri hálfleikinn með tveimur mörkum. Einar var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum bara flottir. Sóknarleikurinn var náttúrulega sérstaklega góður. Það var gott tempó á boltanum og við vorum að slútta vel á markið. Við náðum að skapa okkur fullt af færum.” Ásmundur Atlason miðjumaður Gróttu var búinn að eiga frábæran leik áður en hann meiddist í lok fyrri hálfleiks. Ásmundur gat ekkert spilað meira í leiknum og sást vel á sóknarleik Gróttu að þeir söknuðu hans. „Við missum Ása út. Það reyndist okkur svolítið erfitt, hann var búinn að vera helvíti góður áður en hann meiðist.” Í sömu sókn og Stjarnan jafnaði í fyrsta skipti í seinni hálfleik fékk bekkurinn hjá Gróttu á sig tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. Einar vildi ekki kenna þessari brottvísun um að missa Stjörnuna frá sér samt. „Svo jöfnum við aftur í 21-21. Það er alltaf dýrt að fá tvær mínútur fyrir kjaft og bara tvær mínútur yfir höfuð. Þeir voru samt að leysa stöðuna einum fleiri ágætlega þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi snúið leiknum eitthvað.” 3 leikir eftir og 5 stig upp í öruggt sæti, hefur þú einhverja trú á þið haldið ykkur í Olís deildinni? „Það þarft margt að breytast hjá okkur. Það þarf að breytast líka varðandi það sem er verið að bjóða upp á hérna í nokkrum leikjum að minnsta kosti hjá okkur í vetur. Að þetta sé nú boðlegt hérna. Ég veit að við erum nú ekki besta liðið á landinu en standardinn á dómgæslunni er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta sko.” Einar vildi ekki benda á nein sérstök atriði í leiknum þar sem honum fannst dómgæslan slæm en hann var samt sem áður gríðarlega óánægður með dómgæsluna. Hann segir að þetta hafi ekki endilega kostað Gróttu sigurinn en hann ítrekaði að þetta væri ekki boðlegt. „Horfðu bara á leikinn. Ég sem hélt að spaugstofan væri hætt sko en maður veltir því bara fyrir sér á köflum hvort þetta sé falin myndavél. Þetta er ekki boðlegt og ég vill ekki segja að þetta halli eitthvað endilega á okkur. Auðvitað finnst mér það og Rúnar getur örugglega sagt það sama. Við vorum báðir orðnir kolbrjálaðir og auðvitað á maður að reyna að sitja á sér en þetta er ekki hægt sko. Ég sagði það fyrir leikinn, gæðin á þessu eru bara ekki í Olís deild. Menn geta alveg sagt að gæðin á okkur séu ekki heldur í Olís deild og menn mega alveg fabúlera með það en þetta er bara langt frá því að vera í lagi sko.” Einar var alls ekki ánægður með þá dómgæslu sem Grótta hefur fengið á þessu tímabili. Honum finnst ekki nægilega margir góðir dómarar innan sambandsins til að halda uppi þessari deild. „Það er fullt af góðum dómurum í deildinni. Við höfum verið svona frekar óheppnir með að fá allavega í nokkrum leikjum þá sem ráða ekki við þetta. Það eru 4 leikir á dagskrá í dag og það eru ekki nógu margir dómarar til að bera þetta. Þetta gengur bara ekki upp svona, þetta er bara ekki hægt. Því miður.” „Hvað ætli við séum búnir að fá tvö bestu dómarapör landsins oft í vetur? Hvað erum við búnir að fá VAR leiki oft í vetur? Þar sem er hægt að taka út eitt og eitt atriði sem geta skipt sköpum. Við erum neðstir og þá fáum við aldrei neitt svona. Það er svo margt í þessu sem er bara ekki boðlegt. Ég er ekkert að segja að dómararnir hafi ollið því að við töpum þessum leik, alls ekki. Þetta er bara skrípaleikur að mínu mati. Þetta er bara djók.” Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Grótta tapaði fyrir Stjörnunni með þremur mörkum, 30-27, í Olísdeild karla í kvöld. „Varnarlega erum við bara ekki nógu öflugir í seinni hálfleik. Við réðum engan við Garðar inni á línunni til dæmis. Hann átti frábæran leik og við bara fundum ekki lausnir á því. Ég veit ekki hvað hann skoraði mikið en það var allavega alltof mikið. Fyrst og fremst var það lélegur varnarleikur sem fór illa með okkur. Auðvitað eru einhver hökkt sóknarlega líka en það er eitthvað sem maður er orðin tiltölulega vanur,” sagði Einar Jónsson þjálfari Gróttu eftir leik kvöldsins. Grótta vann fyrri hálfleikinn með tveimur mörkum. Einar var mjög ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum bara flottir. Sóknarleikurinn var náttúrulega sérstaklega góður. Það var gott tempó á boltanum og við vorum að slútta vel á markið. Við náðum að skapa okkur fullt af færum.” Ásmundur Atlason miðjumaður Gróttu var búinn að eiga frábæran leik áður en hann meiddist í lok fyrri hálfleiks. Ásmundur gat ekkert spilað meira í leiknum og sást vel á sóknarleik Gróttu að þeir söknuðu hans. „Við missum Ása út. Það reyndist okkur svolítið erfitt, hann var búinn að vera helvíti góður áður en hann meiðist.” Í sömu sókn og Stjarnan jafnaði í fyrsta skipti í seinni hálfleik fékk bekkurinn hjá Gróttu á sig tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaft. Einar vildi ekki kenna þessari brottvísun um að missa Stjörnuna frá sér samt. „Svo jöfnum við aftur í 21-21. Það er alltaf dýrt að fá tvær mínútur fyrir kjaft og bara tvær mínútur yfir höfuð. Þeir voru samt að leysa stöðuna einum fleiri ágætlega þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi snúið leiknum eitthvað.” 3 leikir eftir og 5 stig upp í öruggt sæti, hefur þú einhverja trú á þið haldið ykkur í Olís deildinni? „Það þarft margt að breytast hjá okkur. Það þarf að breytast líka varðandi það sem er verið að bjóða upp á hérna í nokkrum leikjum að minnsta kosti hjá okkur í vetur. Að þetta sé nú boðlegt hérna. Ég veit að við erum nú ekki besta liðið á landinu en standardinn á dómgæslunni er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta sko.” Einar vildi ekki benda á nein sérstök atriði í leiknum þar sem honum fannst dómgæslan slæm en hann var samt sem áður gríðarlega óánægður með dómgæsluna. Hann segir að þetta hafi ekki endilega kostað Gróttu sigurinn en hann ítrekaði að þetta væri ekki boðlegt. „Horfðu bara á leikinn. Ég sem hélt að spaugstofan væri hætt sko en maður veltir því bara fyrir sér á köflum hvort þetta sé falin myndavél. Þetta er ekki boðlegt og ég vill ekki segja að þetta halli eitthvað endilega á okkur. Auðvitað finnst mér það og Rúnar getur örugglega sagt það sama. Við vorum báðir orðnir kolbrjálaðir og auðvitað á maður að reyna að sitja á sér en þetta er ekki hægt sko. Ég sagði það fyrir leikinn, gæðin á þessu eru bara ekki í Olís deild. Menn geta alveg sagt að gæðin á okkur séu ekki heldur í Olís deild og menn mega alveg fabúlera með það en þetta er bara langt frá því að vera í lagi sko.” Einar var alls ekki ánægður með þá dómgæslu sem Grótta hefur fengið á þessu tímabili. Honum finnst ekki nægilega margir góðir dómarar innan sambandsins til að halda uppi þessari deild. „Það er fullt af góðum dómurum í deildinni. Við höfum verið svona frekar óheppnir með að fá allavega í nokkrum leikjum þá sem ráða ekki við þetta. Það eru 4 leikir á dagskrá í dag og það eru ekki nógu margir dómarar til að bera þetta. Þetta gengur bara ekki upp svona, þetta er bara ekki hægt. Því miður.” „Hvað ætli við séum búnir að fá tvö bestu dómarapör landsins oft í vetur? Hvað erum við búnir að fá VAR leiki oft í vetur? Þar sem er hægt að taka út eitt og eitt atriði sem geta skipt sköpum. Við erum neðstir og þá fáum við aldrei neitt svona. Það er svo margt í þessu sem er bara ekki boðlegt. Ég er ekkert að segja að dómararnir hafi ollið því að við töpum þessum leik, alls ekki. Þetta er bara skrípaleikur að mínu mati. Þetta er bara djók.”
Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira