Lögreglan á Akureyri og Akureyrarbær hafa í samvinnu við Neyðarlínuna undirritað sam komulag um uppsetningu og rekstur nýrra löggæslumyndavéla í bænum.
Vélarnar munu leysa af hólmi eldri og úreltar vélar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að fáar eftirlitsmyndavélar eru staðsettar á Akureyri og ófullkomnari en nútímatækni býður upp á.
Sjá einnig: Net eftirlitsmyndavéla verður til
Samkvæmt samkomulagi þessara þriggja aðila verða þær notaðar til að fylgjast með stöðum þar sem líklegt er talið að þær geti varpað ljósi á sakamál, svo sem líkamsárásir og skemmdarverk.
Þannig verði mögulega hægt að fækka af brotum og hraða sakamálarannsóknum embættis lögreglunnar á svæðinu. Reiknað er með því að uppsetning hefjist í sumar.
Bæta öryggi á Akureyri með myndavélum

Tengdar fréttir

Net eftirlitsmyndavéla verður til
Ríkislögreglustjóri stækkaði nýverið geymslurými tölvukerfis hjá sér til að taka í notkun fleiri háþróaðar eftirlitsmyndavélar. Net eftirlitsmyndavéla er að verða til sem er streymt frá til RLS.